Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

mazda 323 4x4 Buggy

(1/11) > >>

biturk:
jæja, langaði að sýna ykkur það sem ég er að smíða, kannski eru hjérna menn sem hafa áhuga á svona :lol:

sælir, núna langaði mig að fara að smíða og gera eitthvað við tímann minn

þannig að ég keipti mér buggy byrjun sem að félagi minn var a ðgera, þetta var einu sinni mazda 323 4x4 92 árgerð sem var vinnubíll hjá okkur, síðann ákváðum við að gera buggy og skárum og rifum allt úr nema hjólabúnað, gangverk og nauðsynlegustu parta af bodý til að hann myndi ekki falla saman. síðann nennti ég ekki og hafði engann tíma til að vera viðstaddur og á meðann bjó hann til basic röragrind og var búnað taka flest allt af sem heita mátti body.

síðann vantaði honum pening og þar kom ég til sögunnar, ég keipti og náði í hann mánudaginn síðasta og hef unnið í honum nánast no stopping síðann, hjérna sjáið þið mynd hvernig hann var þegar ég fékk hann og alveg þangað til ég hætti í dag, ég mun updeata þetta býsna reglulega því ég stefni á að vera komin með grindina mestu leiti saman í janúar og stefni á að vera búnað gera hann gangfæran í febrúar,.......ef allt gengur eftir áætlun:p ég verð allaveganna með hann inn í smá skúr eins lengi og ég get og síðann fer hann þá bara heim í sveit.
hann verður hrár........mjög hrár ég mun í besta falli skella smá lakki á hann.........ef ég nenni einn daginn, fyrst verður allavega að búa stykkið til og setja í gang, ef allt verður unaðslegt og virka næsta sumar þá getur vel verið að maður geri hann fallegan í útliti í mæti í burnið.........en það kemur bara í ljós.

ég er búnað breikka hann öðru megin, hann átti að verða eins sæta en ég ætla að hafa tvö sæti í honum.......það verður nefnilega gaman:naughty:
jæja fokkit, hjérna koma myndir!











jæja, kominn tími á update, er búnað tilla saman grunni af demparaturni vinstra meginn, búinn að breikk, er að smíða undir mótorpúðann hægra meginn, reif allt sem ég var áður búnað gera þar, setti skástífur til að halda við mótorbúrið báðum megin, þetta er allt að gerast:naughty:




















svona var hann í dag þegar ég var hættur klukkan 2

þessi stífa vinstra megin að framan fer burt, ég átti bara eftir að skera þetta, tók mótorinn úr til að komast betur að öllu inní vélarsal, þurfti sosem ekki meira en abra að hífa og losa eina mótorfestingu.
ætla að reina að klára allar stífur og demparaturna að framan og heilsjóða á fimmtudaginn svo ég geti grunnað vélasalinn og tilt mótornum á sinn stað og klárað framendann

mig vantar 2x4 eða 5 punkta belti ef einhver á, líka ef einhver á körfustóla sem hann er hættur að nota
 :beer


jæja, komin tími á update, lítið gerst þar sem ég var að færa mig í kjallarann á húsnæðinu til að vera í friði:)

er að verða búinn með vélasalinn og ákvað að skera drifskaftsupphengjurnar burt og verður settur kross þar í gólfið og eitthvað meira til að hengja aftur upp........allt fyrir styrkinn.












svona stendur hann í dag, ætla að gera meira á morgun eða hinn

Brynjar Nova:
þetta verður fróðlegt að sjá þegar þú ert búinn með þetta  8-)
Gangi þér vel með þetta.

Gulag:
þessi framendi virðist ætla að vigta soldið hjá þér,,

biturk:

--- Quote from: Gulag on January 27, 2011, 15:50:28 ---þessi framendi virðist ætla að vigta soldið hjá þér,,

--- End quote ---

hann er slatti en einn maður lyftir honum léttilega, kannski svona 60kg, tveir menn hafa bílinn á milli sín eins og hann er í dag :)

var að vinna í honum í morgun, byrjaði að grunna framendann og á eftir að sjóða örlítið og ein stífa eftir hjá vinstri mótorfestingu, þá er framrörastellið good to go og þá fer ég beint í gólfið og hliðarnar, síðann beint eftir það í afturendann og að lokum búrið, mesta og leiðinlegasta röraverkið er búið..........en síðann er rafmagnsgrysjunarverkefnið eftir :-s

biturk:
kominn tími á update strákar, eins og sést á myndum þá er hellingur búin að gerast, ég klára á morgun að smíða brakketin undir sætin og grunna miðhlutan, ætla að lækka afturhlutan með drifi og dempurum og öllu niður um 1 og 1/2 tommu svo rörin endi efst í drifbitanum, sjáið seinna hvernig ég útfæri það. ég neiðist til þess svo að drifskaftið komist undir krossinn í gólfinu og með því móti hækka ég líka bílin aðeins upp, seinna meir kemur til greina að sérsmíða klafa í hann og hækka hann að framan um 1 og 1/2 tommu líka.

stefni á að bíllinn verði komin í fyrstu gangsetningu um mánaðarmót ef ekkert slæmt kemur uppá.











ps, vantar ennþá 4-5 punkta belti

ef einhver á varahluti í 92 323 4x4 möxdu máttu hafa samband

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version