Kvartmílan > Ford
Næsta skúraheimsókn hjá Mustang klúbbnum 3.febrúar
Mustang Klúbburinn:
Heimsókn okkar til Keflavíkur tókst mjög vel. Á bilinu 30 til 35 manns mættu í ferðina sem var vel skipulögð af Þorgrími og félögum. Byrjað hjá Ragnari þar sem hann sýndi okkur smíði á 67 Mustang sem hann er langt kominn með að gera að Shelby Tribute. Síðan var farið til Magnúsar og skoðaðir nokkrir bílar í geymsluskúr. Magnús bauð okkur síðan heim til sín þar sem hann er að smíða Hot Rod Ford 1946 Coupé módel. Þetta verður mikil kerra hjá honum þegar hann klárar bílinn.
Eftir þetta var okkur boðið í skúrinn hjá Þorgrími en þar var hann með Shelbyinn og til viðbótar þá buðu Þorgrímur og Ragnar upp á kökur og gos. Flestir fóru um 22:30 en nokkrir voru fram til 23:30 að skoða myndasafn og sjalla.
Við viljum þakka þeim félögum í Keflavík fyrir skemmtilegt kvöld og frábærar mótttökur.
Myndir
http://www.mustangis.com/is/myndir/adalalbum/garage-meeting-3-feb-2011
Navigation
[0] Message Index
[*] Previous page
Go to full version