Kvartmílan > Almennt Spjall
Vill gamla GT flokkinn aftur
bæzi:
--- Quote from: SPRSNK on January 22, 2011, 20:07:41 ---Ég er til í þetta svona
--- End quote ---
Ég veit til þess að Hermann hjá N1 nefndi það síðasta haust að þeir myndu jafnvel koma með eina dælu á höfuðborgarsvæðinu með blýlausu racegasi (eða sterkara bensíni), fyrir okkur dellu strumpana =D>
Ef það yrði að verluleika þá þyrfti ekki að spá í þessu "Race gas" leyft í flokkinn
Hilmar saleen vinur minn var í sambandi við hann út af þessu, gaman að heyra hvort þetta sé enn í deigluni hjá N1 :mrgreen:
veit að sumir eru ekki hlynntir Race gasi í götubílaflokki og ég skil það vel.
Því þá geta menn jú farið að taka meira út úr hlutunum, blásara og turbo bílar blása meira ,nitro bilar þola meira nitro, allir geta hækkað kveikju og allir taka betri tíma og allt er þetta gaman :lol:
en ég lít líka á þetta sem öryggisatriði fyrir mótorinn minn, allavegana meðan 98 okt er svona misjaft
En líka þess vegna þarf að vera flokkur til fyrir hina sem eru ekki eins hardcore og vilja keyra á pumpugasi, en þá er bara að hafa drag radial dekk, sem limit í þeim flokki,
enda ef þetta heppnast það sem er verið að framkvæma á brautini núna eiga drag radial dekk eftir að virka mjög vel í nýja startinu....
væri gaman að fá fleiri comment varðandi þetta
kv Bæzi
Sterling#15:
Sæl Bæsi,
Mér líst vel á þetta. Mér finnst að kvartmíla eigi alltaf að vera eins og druslan dregur en ekki svona góðakstur þar sem þú þarf að hafa áhyggjur af tímanum. En ég var einmitt að hugsa þetta með bensínið og ætlaði að fara að athuga hvort væri áhugi á því ennþá. Þá ætlaði ég að tala við Hermann. En hvernig bensín viljum við. Dugar að fá 100 okt gæðabensín sem er alltaf 100 okt eða viljum við eitthvað sterkara? Eg held án þess að vera búinn að tala við Hermann að við fáum 100 okt á betra verði en eitthvað bensín með hærri okt. tölu. Hvað segið þið. Við þurfum kannski að opna sérstakan bensín þráð til að heyra í mönnum? Eg skal hringja í Hermann og athuga hvað hann segir.
Racer:
Ofur Sport flokkurinn hentar nú Dellustrumpum sem hafa 4 og 6 cyl sama hvaða drif þeir hafa og skiptir engu máli hvaða eldneyti þeir vilja brenna :)
þá er bara eftir persónulegt val með 8 og 10 og svo 12 cyl bílana hvort það er til flokkur sem henta þeim en minnir að það var einhverjar mismunandi skoðanir um hvort menn vildu kerfisskipta þessum flokkum niður sem svona sec dæmi.
Annars var nú Ofur sport gerður til að opna fyrir ýmsa 3-6 cyl sem áttu engan flokk fyrir sig til að passa í , vísu voru gerðar ýmsar breytingar á honum af reglunefnd sem maður var ekki að sætta sig við í fyrstu en mér sýnist að menn hafa samt mætt í hann og það er fyrir öllu.
fordfjarkinn:
Sælir Heiðruðu Kvartmílukeppnisfíkklar.
Þá sprettur upp einu sinni enn þessi mjög svo þarfa götubílaflokkabensín umræða. Auðvita á að leifa racebensin í allavegana einum götubílaflokk fyrir þá sem vilja ganga lengra enn þeir sem vilja bara dútla við þetta. Held nú reindar að það séu þónokkuð margir. Það er allavegana mín skoðunn og hefur altaf verið.
Hvað haldið þið að svona hágæða 100+ bensin kosti?
Hvað findist ykkur sangjarnt að borga fyrir það ?
Hvað fyndist ykkur vera það hæðsta sem hægt væri að borga?
Sennilega telst ég nú vera hlutdrægur í þessu máli.
Kv TEDDI reglukall og bensíntittur. racebensin.com
Kiddi:
Þið vitið að með þessu eru þið að búa til easy 9 sek. flokk..... :-"
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version