Kvartmílan > Muscle Car deildin og rúnturinn.

"Musclecar Deildin"

<< < (2/5) > >>

S.Andersen:
Sæll Hálfdán og aðrir félagar.

Þá er það komið á hreint.Þarf samt að ræða þetta betur, en mér finnst þetta verða að vera opið fyrir
öllum svona götugræjum og áhugamönnum um götubíla (götubíll er stórt hugtak).Þetta á örugglega eftir að stækka klúbbin okkar
verulega.
Spurning hvort þessi deild megi heita Götubíla-deild KK eða eithvað í þá veruna.Annars er MC-deild KK bara gott.

Kv.S.A.

1965 Chevy II:
Sælir,

Þetta er frábært dæmi að ræsa aftur MC deildina og ég held að hún ætti einmitt bara heita og vera það, Muscle Car deild nýjir eða gamlir breytir engu.

Ég held að það sé lykilatriði að hafa þetta einfalt og skemmtilegt, ekki flækja þetta neitt, einfaldlega MC-deild innan Kvartmíluklúbbsins
og menn gerast bara meðlimir og mæta og hafa gaman af án annara skulbindinga þá verður þetta gríðarlega skemmtilegt.  8-)

SMJ:
Sælir félagar.
Góð umræða.

Eru menn hér að einblína eingöngu á 8 cyl bílanna eða verður "pláss" fyrir aðra :-"?

Guðfinnur:

Þar sem ég var að fá mér minn fyrsta muscle car fagna ég stofnun þessarar deildar.
Bara spennandi að sjá hvernig málin þróast :)

Kv Guðfinnur

1965 Chevy II:

--- Quote from: SMJ on January 04, 2011, 20:23:10 ---Sælir félagar.
Góð umræða.

Eru menn hér að einblína eingöngu á 8 cyl bílanna eða verður "pláss" fyrir aðra :-"?


--- End quote ---
Sæll,

Þetta er stílað á USA muscle cars v8 græjur, það er þó ekkert sem bannar að það sé önnur deild stofnuð, sport compact t.d eins og tíðkast víða.  :)

Kv.Frikki

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version