Kvartmílan > Almennt Spjall
Lækkun/breyting á félagsgjöldum í Kvartmíluklúbbnum.
1965 Chevy II:
Með fyrirvara um samþykkt aðalfundar í febrúar þá hefur stjórn félagsins ákveðið að lækka hefðbundið félagsgjald úr 7.000kr í 4.000 kr fyrir árið 2011.
Hefðbundið félagskírteini fyrir 4.000kr veitir handhafa keppnisleyfi hjá öllum akstursíþróttafélögum innan ÍSÍ og kemur sem bensínkort frá SHELL/ORKUNNI og gildir sem afsláttarkort hjá hinum ýmsu fyrirtækjum annað er ekki innifalið í því.
Einnig bjóðum við félagsmönnum að gerast gull-meðlimir í Kvartmíluklúbbnum fyrir 15.000kr.
Gull-meðlimir fyrir 15.ooo kr fá frítt inn á alla viðburði félagsins,frítt á keppnir sem áhorfandi hjá KK,keyra frítt á æfingum KK,frítt inn á sýningar KK sem og hefðbundna afslætti hjá fyrirtækjum og önnur sértilboð sem Kvartmíluklúbburinn kann að bjóða uppá hverju sinni fyrir gull-meðlimi.
Gull-meðlimir fá SHELL kort sem og auka gull kort sem við látum útbúa fyrir okkur,einnig verður merkt Gull-meðlimur fyrir neðan notenda nafn á spjallinu.
Það sem var innifalið áður fyrir 7000kr félagsgjald var frítt inn sem áhorfandi á keppnir og afslættir hjá fyrirtækjum það var ekki innfalinn aðgangur á bílasýninguna.
Bæði venjulegir og gull-meðlimir greiða sömu keppnisgjöld.
Gull og silfurkort eru í hönnun og koma á næstu dögum svo við hvetjum þig til að ganga frá félasgjöldum sem fyrst, silfurkortið er eingöngu í boði fyrir þá sem gerast meðlimir fyrir 4000kr og geta þá bætt 3000kr (milifæra eina greiðslu samtals 7000) við og fengið silfurkort til viðbótar sem er árspassi á allar keppnir Kvartmíluklúbbsins sem áhorfandi.
Það eru límmiðar í prentun, merktir okkur með ártali, sem þið límið á skírteinin ykkar ( Orku bensínkortið) sem þið fenguð í fyrra, þeir sem voru ekki meðlimir í fyrra fá Orku kort sent líka.
Þeir sem voru ekki meðlimir í fyrra skrá sig hér: 8-)
SMELLTU HÉR TIL AÐ GANGA Í KVARTMÍLUKLÚBBINN
Reikningur okkar er :
1101-26-111199 KENNITALA 6609901199 MUNIÐ AÐ SETJA KENNITÖLU MEÐLIMS Í SKÝRINGU. :wink:
Racer:
hmm lækkun.. er það sniðugt?
Enn kann vel við Gull meðlimadæmið
1965 Chevy II:
Sæll Davíð,
Já það er sniðugt, það er fullt af fólki sem vill vera í klúbbnum til að styrkja félagið aðeins, fá aflslætti, og geta tekið þátt í einni eða tveim æfingum án þess að þurfa að borga háar upphæðir og þetta er til þess að koma til móts við þá aðila.
Kv.Frikki
Ramcharger:
Ok ef maður kaupir 4000kr kortið fær maður þá
frítt inn á keppnir og sýningar :idea:
SPRSNK:
--- Quote from: Ramcharger on December 17, 2010, 14:14:27 ---Ok ef maður kaupir 4000kr kortið fær maður þá
frítt inn á keppnir og sýningar :idea:
--- End quote ---
Nei, ekki eins og ég skil textann hér að ofan!
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version