Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Camaro 1969 RS
Moli:
Er ekki þá einhver af ykkur sem gæti útvegað mynd af honum? :)
keb:
--- Quote from: S.Andersen on December 13, 2010, 15:09:59 ---Sælir félagar.
þennan Camaro átti ég þarna 1982 (skráður á Önnu mína).
Ég keypti hann í frekar lélegu ástandi,minnir að hann hafi verið með 327 og 3ja-gíra beinaður.
Það var aðeins gert við hann og sölu málaður.man ekki hvert hann fór og hef ekki heyrt af honum fyrr en nú.
Kv.S.A.
--- End quote ---
Málaðir þú hann bláann kall ???
Heiðar Broddason:
það er nú alveg möguleiki að ég geti fengið mynd hjá Lilla á fáskrúðsfirði og fengið einhvern til að skanna hana inn eftir að hann seldi hann fór á hann á höfn hélt Lilli hvítur með rauðum strípum
kv Heiðar Brodda
Sigtryggur:
Mér segir svo hugur að þessi hafi fyrir 1977 verið í eigu Stefáns Þórs Ragnarssonar sem var nágranni minn þegar ég var gutti.Hann fékk bílinn bláan en málaði seinna grænan og svartan með stuttu "Cowl" húddi.Svarthvít mynd er til af honum hér á spjallinu í bílasölu þræði.Stefán keppti í einni af fyrstu sandspyrnukeppnum KK og vann.Bíllinn var einmitt 327 og 3ja gíra.Eftir að Stefán selur hann man ég eftir honum grænum á Nýbílaveginum og skömmu síðar orðinn hvítur.
S.Andersen:
Sælir félagar.
Ég málaði hann hvítan aftur,það var auðveldara þá þurfti ekki að taka föls ofl.....
Kv.S.A.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version