Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Camaro 1969 RS
Heiðar Broddason:
Var í kaffi á Fáskrúðsfirði og þá koma bílar til tals eins og oft vill verða og karlinn átti á sínum tíma camaro RS 1969 með númerinu U2888 hvítur á lit er þessi bifreið enn til
kv Heiðar Brodda
Moli:
Hér er ferillinn af honum, en ég á að vísu enga mynd af honum.
EG168
Camaro
124379N 543760
Blár
Eigendaferill
10.12.1982 Sigmar Helgi Gunnarsson Arnarklettur 30
3.10.1982 Anna Björk Baldursdóttir Einiberg 25
11.8.1981 Þorsteinn Einarsson Baðsvellir 25
2.1.1900 Edvin Karl Benediktsson Hvassaleiti 15
1.2.1980 Ólafur Böðvar Þórðarson Foldahraun 37f
2.8.1978 Sigjón Rafn Óskarsson Hlíðargata 32
26.9.1977 Gylfi Már Hilmisson Bandaríkin
Skráningarferill
11.11.1987 Afskráð -
1.1.1900 Nýskráð - Almenn
Númeraferill
29.7.1983 Y10936 Gamlar plötur
24.9.1981 G14137 Gamlar plötur
1.2.1980 U3261 Gamlar plötur
2.8.1978 U2888 Gamlar plötur
26.9.1977 G3443 Gamlar plötur
Gulag:
ég man eftir þessum bíl um 1983-4, þegar Sigmar átti hann, þá var bíllinn orðinn mjög lasinn, talsvert ryðgaður og lélegur..
S.Andersen:
Sælir félagar.
þennan Camaro átti ég þarna 1982 (skráður á Önnu mína).
Ég keypti hann í frekar lélegu ástandi,minnir að hann hafi verið með 327 og 3ja-gíra beinaður.
Það var aðeins gert við hann og sölu málaður.man ekki hvert hann fór og hef ekki heyrt af honum fyrr en nú.
Kv.S.A.
sigurjon h:
gott að það sé búið að finna hvaða númer var á þessum bil ég átti gott samtal við sigmar sem er skráður eigandi af þessum bil þessi bill var á reyðarfyrði og honum var stolið fyrir utan skúrinn sem hann var og billin rifinn og sigmar var alveg viss um að hann hefði verið grafinn eftir að þessi góðhjartaði maður hafði tekið allt sem hann vildi nota úr bilnum. allavegana er þessum bil sárt saknað
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version