Maður hafði heyrt sögur af því að Fram síurnar hafi verið að falla saman og hafi meðal annars átt þátt í því að eyðinleggja vélar. Gott ef Leifur Rósinbergs. lenti ekki í því á Pintonum. En þrátt fyrir þessar sögur fannst manni þetta frekar sérstakt. Þar sem Fram/Autolite nokkuð stór framleiðandi þá tók maður því þannig að þessir menn hafi verið einstaklega óheppnir og taldi ég ansi litlar líkur á að ég myndi nokkurntíman lenda í svona atviki
En það var nú aldeilis ekki raunin, eitt sinni skipti ég um olíu og síu á gamalli Chevy 350 vél sem ég átti. Þar notaði ég Fram síu Ph-13 minnir mig hún hafi heitið. í fyrstu virtist allt vera eðlilegt. Hann smurði fínt í hægagangi og smurningin jókst við aukin snúningshraða. en eftir stutta stund stóð mælirinn bara í stað. burt séð frá snúning vélar, og olíuþrýstingurinn fór bara lækkandi. (mig grunaði fyrst bilun í mæli, en þar sem hann var mechanískur var það ansi ólíklegt) svo ég var orðinn ansi hræddur um að einhvað væri farið að hrjá vélina, en ákvað að skipta um olíu síu og það var lausnin á vandanum. Fram olíusían hafði bara fallið saman og stíflast. Hvort það hafi verið útaf miklu smurþrýsting veit ég ekki.
Btw þá höfum við ekki keypt Fram olíusíur eftir þetta atvik.
P.s.
Er hægt að kaupa Wix olíusíur fyrir gamlar 8 Cýl vélar hér heima ?
Kv.
Stjáni.