Sælir félagar
Hvað er "Original"?
Tökum sem dæmi gamlan Willis ca 1955 módel, það voru smíðuð hús á þessa bíla hér heima þannig að þeir geta ekki verið "original" í sterkustu skilgreiningu þess hugtaks og þannig er með fleiri bíla sem kallaðir eru "alveg original" hér heima, en hefur í raun og veru verið breytt fyrir Íslenskar aðstæður.
Er þetta ekki bara spurning um hversu lengi á að elta uppi eitthvað sem kallast "original".
Aðvitað breytir maður því sem maður vill sjálfur og gildir þá einu hvort það er vél/drifrás og/eða boddý já eða litur.
Síðan er þetta með "Clone", en það er orðin nokkuð svo viðurkennd aðferð til að "lífga við" gamla "Muscle car" bíla sem að öðru leiti eru ryðgaðir burt.
Það eina sem maður á að skoða og spyrja sjálfan sig þegar maður er að gera upp bíl er: Er
ÉG ánægð/ur með bílinn og hvernig tókst til!
Málið er að maður er að gera þetta fyrir sjálfan sig ekki einhverja aðra, og þá skiptir máli að maður sjálfur sé ánægður með útkomuna, ekki satt.
Kv.
Hálfdán.