Author Topic: Fram demparar teknir í sundur???  (Read 3205 times)

Offline Heiðar Broddason

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 138
  • Albest
    • View Profile
Fram demparar teknir í sundur???
« on: November 27, 2010, 14:03:56 »
Sælt veri fólkið, ég þarf að taka sundur fram demparana hjá mér en þetta er hlutur sem ég hef aldrei gert, er eitthvað sem þarf að varast ætla að skipta um pakkdósir eða er best að vanur maður sé í þessu með mér Hjólið er yamaha xs 400 '81

kv Heiðar Broddason
Heiðar Broddason
OUR MINDS ARE ALWAYS RACING
4Runner '86 38''
Kymco mxu 500 '07 selt
Yamaha XS400 selt
Suzuki Fox '87 Seldur

Offline Gunnar Már

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 29
    • View Profile
Re: Fram demparar teknir í sundur???
« Reply #1 on: November 28, 2010, 10:36:33 »
Sæll Heiðar

Ég var að enda við að taka upp framdemparana í mínu hjóli sem er Honda vf 1000 Interceptor og þetta eru engin geimvísindi.
Þú þarft bara að fá upplýsingar um hvaða olía á að vera á þeim og hve mikið af henni, og passa að allt fari rétt saman.
Það þarf ótrúlegt afl til að draga efri fóðringuna úr eftir að búið er að losa boltann sem er undir demparanum.
Þér er velkomið að hringja í mig ef það er möguleiki að ég geti að stoðað þig eitthvað í gegn um síma.

Kneðja
Gunnar Már

8921098

Offline Gulag

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 512
    • View Profile
    • AMJ.is - Bremsuslöngur í mótorhjól
Re: Fram demparar teknir í sundur???
« Reply #2 on: November 28, 2010, 19:45:20 »
það þarf ekki alltaf að losa demparana í sundur, (þ.e. boltinn undir)
ef þú ert nettur á því geturðu plokkað pakkdósina upp og komið annarri í með smá lagni..(ég nota lítinn síl í þetta)
passaðu bara ef þú notar þessa aðferð, að skemma ekki pípurnar þegar þú ert að koma nýju pakkdósinni í.. (lemja ekki í rörin)

ég mæli meira að segja með þessari aðferð, því boltinn sem heldur dempurunum saman er boltaður í álstöng, og ég hef séð gengjurnar í álstönginni gefa sig.. sem er engin jólagleði...
Atli Már Jóhannsson

Offline Gunnar Már

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 29
    • View Profile
Re: Fram demparar teknir í sundur???
« Reply #3 on: November 28, 2010, 21:16:32 »
Þetta er mikið rétt og er væntanlega góð og gild aðferð við að skipta um pakkdósirnar.
Aftur á móti allavegana í mínu tilfelli vildi ég vita hvernig fóðringarnar litu út og hvort þær væru orðnar mikið slitnar, ég er með 1984 árgerð af hjóli og vissi ekkert um það í hvaða ástandi dótið er.
Fóringarnar eru húðaðar með tefloni og ef það er orðið mikið slitið þá er hætt við að pakkdósirnar séu ekki það eina sem þarf að hafa áhyggjur af.

Kveðja
Gunnar Már