Author Topic: 302cc vél ofaní bronco II  (Read 4217 times)

Offline OddurB

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 39
    • View Profile
302cc vél ofaní bronco II
« on: February 13, 2009, 22:05:48 »
Sælir !

Ég er mikið búinn að vera að vellta því fyrir mér hvort að ég ætti að setja 302 cid úr econoline
í Bronco II sem er með 2.9L inspýtingu, beinskiptur með T5 kassa árg 86

Ég sá eitthvað um þetta á netinu að 302 vélin væri oft sett í bronco II og til væru allar græjur í verkið,
t.d milliplata sem fer á t5 skiptinguna og passar við 302. Og mótorpúðar, sérsmíðuð olíupanna sem passar fyrir grindina,
einnig flækjur og dót.

En spurningin er, er mjög erfitt að gera þetta, eða er þetta peace of cake. Hvað þarf ég að vita og er eitthvað sem að ég þarf
að hafa í huga, þarf ég t.d að skipta um tölvu í bronconum, þarf ég að fá mér öflugri bensíndælu o.s.f.v ?

Ég hef ágætis reynslu við bíla, hef alltaf getað skipt um allt sjálfur og er mjög laghenntur og verð með 2 aðstoðarmenn sem
hafa einnig góða reynslu.

Mig vanntar eins mikið af upplýsingum um þetta og hægt er. Allt hjálpar

Kv : Oddur

Offline sveri

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 722
    • View Profile
Re: 302cc vél ofaní bronco II
« Reply #1 on: February 17, 2009, 11:12:51 »
blessaður. Þetta er svolítið mál. það þarf annað hvort að lemja kvalbakin til eða skera úr honum til að hún sleppi niður. En þetta hefur verið gert oftar en 1x og oftar en 2x. Mitt ráð er bara að nota 302 og annað hvort NP 435 gírkassa eða c4-6 ssk. Vera ekkert að tengja þetta við t5 ef þu getur sleppt því. Tölvuna þarftu ekkert að spá í ef þetta er blöndungsmotor sem u ætlar að setja í. OG þu ÞARFT að skipta út fjöðrunarbúnaði að framan ef þu ætlar að vera með 8cyl motor. Þetta klafa drasl er gersamlega bráð ónýtt og lítið mál að brjóta þetta með 2.9 motor og hvað þá 8cyl. Ég get gefið þer flestar þær upplýsingar sem þarf ef að þu segir mer bara hvað þu þarft að vita. (á svona bronco II með 351w)

kv Sverrir k
8665016
Sverrir Yngvi Karlsson.
8665016
1986/1971 Ford bronco II 38" 351w
HILUX HRELLIR

Offline juddi

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 566
    • View Profile
    • http://snurfus.is
Re: 302cc vél ofaní bronco II
« Reply #2 on: February 17, 2009, 13:35:56 »
Það væri ekkert af því að nota kassan ef það væri T5 en þetta er öruglega 5-speed Mitsubishi eða 5-speed Toyo Kogyo sem er ekki nógu sterkur
Dagbjartur L Herbertsson                                 Bílaviðgerðir <br />allar almennar bílavigerðir,járnsmíði ofl Viðarhöfða 6 110 Rvk S:5174524/6632123 snurfus@snurfus.is

Offline OddurB

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 39
    • View Profile
Re: 302cc vél ofaní bronco II
« Reply #3 on: February 18, 2009, 12:48:11 »
Sælir !

Það er T5 í honum sem er manual, ég las um að það ætti alveg að vera solid og já ég vissi þetta með hvalbakinn, hægt að skera úr eða berja rækilega til.

Leiðréttið mig ef að ég er að fara með rangt mál, en ég er búinn að búa til lista yfir hluti sem mig vanntar og hef fundið á www.jamesduff.com og www.broncograveyard.com

Mótorpúðar, flækjur sem passa og þarf ekki að skera úr grindinni, ný panna eða dual sump pan, stærri vatnskassi og rafmagnsvifta á hann,milliplatan sem fer uppá T5, oil filter relocator M/ 90° beygju......

hér eru hellings upplýsingar

http://www.jamesduff.com/broncoII/v8conversion.html

Og svo er ég búinn að pannta 2 bækur um hvernig þetta er gert frá A-Ö

En það væri frábært að fá að vera í bandi við ykkur meðan á þessu stendur og þessi ráð eru bara gull í mínum augum

Takk innilega .

Kv : Oddur

Offline 70 olds JR.

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Re: 302cc vél ofaní bronco II
« Reply #4 on: November 23, 2010, 10:35:55 »
þessi náungi tók 302 vél úr bronco II og mun örugglega selja hana ódýrt með gírkassa og millikassa
S:6900475 samson bjarni
Fannar Örn Helguson
1983 Mercury Cougar 2-Door XR-7 (SELDUR)(fyrsti bíll)
1970 Oldsmobile Cutlass W30 462 CUI (550HP)
1979 Oldsmobile Cutlass Station 6.6L (403)