Sælir !
Ég er mikið búinn að vera að vellta því fyrir mér hvort að ég ætti að setja 302 cid úr econoline
í Bronco II sem er með 2.9L inspýtingu, beinskiptur með T5 kassa árg 86
Ég sá eitthvað um þetta á netinu að 302 vélin væri oft sett í bronco II og til væru allar græjur í verkið,
t.d milliplata sem fer á t5 skiptinguna og passar við 302. Og mótorpúðar, sérsmíðuð olíupanna sem passar fyrir grindina,
einnig flækjur og dót.
En spurningin er, er mjög erfitt að gera þetta, eða er þetta peace of cake. Hvað þarf ég að vita og er eitthvað sem að ég þarf
að hafa í huga, þarf ég t.d að skipta um tölvu í bronconum, þarf ég að fá mér öflugri bensíndælu o.s.f.v ?
Ég hef ágætis reynslu við bíla, hef alltaf getað skipt um allt sjálfur og er mjög laghenntur og verð með 2 aðstoðarmenn sem
hafa einnig góða reynslu.
Mig vanntar eins mikið af upplýsingum um þetta og hægt er. Allt hjálpar
Kv : Oddur