mig vantaði bensínleiðslu í vetur og mér var bent á barka hérna á vefnum, hafði yfirleitt farið í landvélar sjálfur
það komu smá umræður um barka í leiðini, og einhver benti mér á að reyna lenda ekki á "gamla kallinum" og menn voru misánægðir
ég áhvað allavega að kíkja, og lenti strax á gamla manninum, hann fór og sneið fyrir mig snúru og rétti mér hana og spurði hvort þetta værií lagi, ef svo væri mætti ég bara hirða hana, ég ætlaði varla að kunna við að segja að mig vantaði sverari slöngu, en neinei það var ekkert mál, kallin dró þá fram þykkari slöngu og skar bút af henni og sagði að ég mætti bara eiga þetta, þetta kostaði ekkert hvort sem er, ég þakkaði náttúrulega bara fyrir og fór mjög sáttur,
svo kom ég nokkrum dögum seinna og keypti flest öll bremsurör í sama bíl, og lenti á öðrum starfsmanni, sem rukkaði mig nú fyrir efnið, en gaf mér góðan afslátt óumbeðinn, og var mjög almennilegur.
svo áhvað ég að fara og láta þá smíða nokkrar bremsuslöngur fyrir mig, sem voru heilar fyrir utan að röra endarnir voru grónir fastir í skrúfgangnum, og lenti aftur á þeim gamla, hann skildi ekkert í að ég vildi fá þetta nýtt, og greip þær og hoppaði á bakvið og losaði rörin úr fyrir mig og kom með þær aftur, ég náttúrulega þakkaði fyrir og ætlaði að fara labba út, þá kallar hann "ertu að gera bílinn upp?" ég jánka því og þá biður hann mig um rétta sér slöngurnar aftur og fer með þær á bakvið og pússaði endana á þeim upp í tæki og þurkaði af þeim og rétti mér þær eins og nýjar, og sagði að þær væru flottar í bílinn núna,
þetta kalla ég góða þjónustu, fínt að henta inn jákvæðum fréttum líka