Author Topic: frábær þjónusta hjá Barka!  (Read 3006 times)

Offline íbbiM

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.851
    • View Profile
frábær þjónusta hjá Barka!
« on: October 22, 2010, 17:37:25 »
mig vantaði bensínleiðslu í vetur og  mér var bent á barka hérna á vefnum, hafði yfirleitt farið í landvélar sjálfur

það komu smá umræður um barka í leiðini, og einhver benti mér á að reyna lenda ekki á "gamla kallinum" og menn voru misánægðir


ég áhvað allavega að kíkja, og lenti strax á gamla manninum, hann fór og sneið fyrir mig snúru og rétti mér hana og spurði hvort þetta værií lagi, ef svo væri mætti ég bara hirða hana, ég ætlaði varla að kunna við að segja að mig vantaði sverari slöngu, en neinei það var ekkert mál, kallin dró þá fram þykkari slöngu og skar bút af henni og sagði að ég mætti bara eiga þetta, þetta kostaði ekkert hvort sem er, ég þakkaði náttúrulega bara fyrir og fór mjög sáttur,

svo kom ég nokkrum dögum seinna og keypti flest öll bremsurör í sama bíl, og lenti á öðrum starfsmanni, sem rukkaði mig nú fyrir efnið, en gaf mér góðan afslátt óumbeðinn, og var mjög almennilegur.

svo áhvað ég að fara og láta þá smíða nokkrar bremsuslöngur fyrir mig, sem voru heilar fyrir utan að röra endarnir voru grónir fastir í skrúfgangnum, og lenti aftur á þeim gamla, hann skildi ekkert í að ég vildi fá þetta nýtt, og greip þær og hoppaði á bakvið og losaði rörin úr fyrir mig og kom með þær aftur, ég náttúrulega þakkaði fyrir og ætlaði að fara labba út, þá kallar hann "ertu að gera bílinn upp?"  ég jánka því og þá biður hann mig um rétta sér slöngurnar aftur og fer með þær á bakvið og pússaði endana á þeim upp í tæki og þurkaði af þeim og rétti mér þær eins og nýjar, og sagði að þær væru flottar í bílinn núna,

þetta kalla ég góða þjónustu, fínt að henta inn jákvæðum fréttum líka :)
ívar markússon
www.camaro.is

Offline íbbiM

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.851
    • View Profile
Re: frábær þjónusta hjá Barka!
« Reply #1 on: October 22, 2010, 17:39:06 »
vantaði í þetta að ég fór svo í dag með bremsurörin sem ég hafði keypt, fékk vitlausa  hosu annarstaðar frá sem kostaði það mikið að ég vildi helst nota hana samt,  kallin tók þá rörin og skipti um kónana á þeim fyrir mig frítt
ívar markússon
www.camaro.is

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Re: frábær þjónusta hjá Barka!
« Reply #2 on: October 22, 2010, 18:32:10 »
Ég hef sömu sögu að segja... Fæ alltar frábæra þjónustu þarna og sá gamli er einn sá almennilegasti. Mjög hress og leiðbeinir manni mjög vel ef það er eitthvað mix eða ves.....
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline Lindemann

  • Certified safety inspector
  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 538
    • View Profile
Re: frábær þjónusta hjá Barka!
« Reply #3 on: October 22, 2010, 18:34:59 »
já ég líka, ekkert nema gott um þá að segja og alltaf reynt að finna lausn á öllu!
Kv. Jakob B. Bjarnason

Offline Elmar Þór

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 704
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/ride/2256211/1
Re: frábær þjónusta hjá Barka!
« Reply #4 on: October 22, 2010, 18:46:48 »
Ég fór þarna í gær og vanntaði gúmmýhring, sá var hringurinn ekki til en sá gamli var ekki sáttur með það, og sagði " farður inn á kaffistofu þar er nóg af bakkelsi og kaffi, og keflvíkingur eins og þú, ég ætla að leita aðeins betur " kallinn fann ekki hring og var frekar fúll yfir því og sagði " mér líkar alltaf vel við keflvíkinga og þykir leitt að geta ekki reddað þér " heheheheheh mér fannst þetta bara vera snillingur :)
Elmar Þór Hauksson
Big bad racing plymouth
------------------------------------
Plymouth Road Runner '69
Plymouth Fury '71
Jeep Cherokee '90
Benz E220 '96
Benz E250 '95

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Re: frábær þjónusta hjá Barka!
« Reply #5 on: October 22, 2010, 18:50:32 »
Það er eitthvað svo miklu persónulegra að fara í Barka... Mun betri andi þar á bæ miðað við Landvélar.
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline íbbiM

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.851
    • View Profile
Re: frábær þjónusta hjá Barka!
« Reply #6 on: October 22, 2010, 19:03:19 »
já sammála,

já mér var einmitt boðið að bíða á kaffistofuni einhverntíman, brilliant!
ívar markússon
www.camaro.is

Offline GunniCamaro

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 374
    • View Profile
Re: frábær þjónusta hjá Barka!
« Reply #7 on: October 26, 2010, 22:11:10 »
Ég skipti við þá þegar ég var að vinna í mínum og  þar sem ég var í "budget" uppgerð (annað orð yfir "blankur með vesen") var ég að reyna að redda mér áður en ég pantaði að utan en það var ekkert mál hjá köllunum í Barka, alveg sama hvort það var bensín-, bremsu-, vökvastýris- eða olíuslöngur eða rör, þeir redduðu öllu fyrir mig og bara líbó að spjalla og ekkert harðir að rukka, frábærir kallar, mæli HIKLAUST með þeim  =D>
Gunnar Ævarsson