Kvartmílan > Ford
Mercury Cougar.
429Cobra:
Sælir félagar. :)
Mig langaði að spyrja ykkur um Mercury Cougar 1967-1973.
Það var töluvert mikið af þessum bílum til hér einu sinni, enn í dag er mjög lítið um þá eftir því sem ég get best séð.
Cougar-inn var í raun "luxus týpa" af Mustang og þeir voru byggðir á sama botni og voru fáanlegir með sömu vélar allt frá 289cid til 429cid BOSS, og "Eliminator" Cougar jafngillti Mach-1/Boss Mustang í búnaði.
Það má segja að 1973 hafi leiðir skilið meðMustang og Cougar þegar Cougar-inn var settur á sama botn og Thunderbird/Torino/LTD en Mustang var á sínu síðasta ári áður en hann var minkaður vegna bensínkreppunnar.
Hægt er að segja að Cougar hafi aldrei fengið þennan vinsældarstimpil á sig eins og Mustang en þetta voru ekki síðri bíla hvorki í útliti né hvað akstur og afl varðar.
En það væri gaman að sjá einhverjar myndir af Cougar bílum og þá gamlar og líka að vita hvort að menn vita eitthvað um örlög þessara annars skemmtilegu bíla.
1967
1968
1969
1970
1971
1972
1973
Kv.
Hálfdán. :roll:
Racer:
man eftir einum fyrir stuttu sem er fjandi líkur þessum 1969 í útliti við gamla iðnskólan í rvk og við félagar störðum lengi á cougar og grínuðumst að þetta væri ansi fallegur afturendi á þessari cougar (eldri kvennsu) :lol:
429Cobra:
Sælir félagar. :)
Hummmmmm, já það er spurning með afturenda á ....................................................
En það hefur verið þurkuð út myndin sem ég fékk lánaða á netinu og ég ætla að setja aðra inn hérna:
En þessar tvær eru af 1968 bílum GTE útfærslu sem var hægt að fá 1967 og 1968.
1967 var hægt að fá GTE Cougar-inn með 427cid Ford vélinni, en sú vél var til dæmis aldrei fáanleg i Mustang. :!:
Kv.
Hálfdán.
Rúnar M:
Veit um þó nokkur dæmi þegar menn rifu vélarnar úr cougar bílum og notuðu í eitthvað annað.....td breytta bronco bíla. Svo stóðu þeir á beit vélalausir þangað til þeim var hent. Svo er það nú þannig með Íslendinga að þeir hafa nú fórnað gullmola fyrir druslu.....svolítið sér íslenskt án þess að ég vilji móðga neinn.. :^o
429Cobra:
Sælir félagar. :)
Það er synd að Cougar-inn skyldi verða fyrir því að vera rifinn niður í jeppaæðinu sem rann síðan af fólki og bensínvélarnar sem voru rifnar úr fólksbílunum viku fyrir illa liktandi "jarðolíubrennurum" (dísil).
Hérna eru myndir af þeim fjórum Cougar bílum sem eru á götunum.
Endilega komið með fleiri myndir af Cougar ef þið liggið einhverstaðar á þeim.
Kv.
Hálfdán. :roll:
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version