Author Topic: Fréttabréf október 2010  (Read 1731 times)

Offline emm1966

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 554
    • View Profile
    • Videó safnið
Fréttabréf október 2010
« on: October 07, 2010, 11:12:09 »
Fréttabréf október 2010

Vetrardagskráin
Núna fer vetrarstarfið að hefjast eftir vel heppnað sumarstarf.  Við munum byrja fimmtudaginn 14. október með því að Þorlákur ætlar að kynna fyrir okkur Hot Rod Power Tour 2010 sem hann tók þátt í, núna í sumar.  Við munum hittast að Rauðhellu 8, Hafnarfirði (á móts við álverið) í húsnæði Hilmars gjaldkera. 
Ætlunin er að kalla kvöldið "nýliðakvöld" og viljum við hvetja alla nýja félaga og þá sem ekki hafa mætt áður að koma til okkar og vera með.

Fyrsta fimmtudag í nóvember ætlum við síðan að fara í skúra heimsókn þar sem ætlunin er að skoða eitt veglegasta Mustang safn á landinu.  Nánar um það síðar.

Veglegur afsláttur af bensíni og vörum hjá N1
Klúbburinn hefur samið við N1 um að skráðir félagar í Mustang klúbbnum sem greitt hafa árgjaldið, fái veglegan afslátt af eldsneyti.
Auk þess sem korthöfum bjóðast ýmis tilboð og afsláttur hjá N1.
Sjá nánar hér á síðu klúbbins, www.mustang.is

Félagsgjöld fyrir árið 2010
Þeir sem eiga eftir að greiða félagsgjödin 2010 eru beðnir um að ganga frá því eða kr. 1.500
Við viljum biðja ykkur um að greiða gjöldin beint á reikningin okkar, en mjög dýrt er að láta bankann sjá um að innheimta gjöldin.
Reikningsnúmerið er: 545-26-1007 kt.570700-2350.
Sendið kvittunina á mustang@mustang.is
 
Mustang póstfang!!!
Allir félagar sem greitt hafa félagsgjöldin eiga rétt á að ókeypis @mustang.is póstfangi.  Hafið samband í 693-1064 eða mustang@mustang.is ef þið hafið áhuga á því.


Kveðja Íslenski Mustang Klúbburinn

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Re: Fréttabréf október 2010
« Reply #1 on: October 07, 2010, 11:26:29 »
Þorgrímur, en ekki Þorlákur.
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is