Sælir félagar.
Mig langaði bara að benda á að forráðamenn keppninnar á laugardaginn gerðu rétt með því að breyta Auto-X brautinni þar sem mikil hætta hefði skapast út af þeirri olíu sem að fór niður á hægri braut Kvartmílubrautarinnar.
Það sem gerðist þarna var óviðráðanlegt atvik og kallast á reglumáli FIA "force major" (held ég stafi þetta rétt).
Þegar olía eða annar sleipur vökvi "hellist niður" á keppnisbraut ber brautarstafsmönnum að hreinsa vökvann upp og ganga þannig frá brautinni að hún sé fullkomlega hæf til keppni aftur, og engin hætta skapist lengur af þeim vökva sem helltist niður.
Í svona tilvikum er aldrei spurt um tíma, heldu aðeins það að brautin sé orðin jafn góð og áður og hættulaus fyrir keppendur og áhorfendur.
Starfsmenn KK gerðu allt rétt hvað öryggi á braut varðar fyrir keppendur og áhorfendur.
Kv.
Hálfdán Sigurjónsson.
Nefndarmaður í öryggisnefnd ÍSÍ.