Kvartmílan > Alls konar röfl

KK að gera góða hluti.

(1/3) > >>

JHP:
Hér er verið að ræða auto-x keppnina.

http://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=47066

1965 Chevy II:
Ég myndi segja að það hafi verið mistök að keyra þetta á sama degi,við hefðum átt að keyra Auto-X eingöngu á laugardag og svo 1/8 á sunnudag.

Þegar olían fór í brautina átti að fresta keppni eða aflýsa henni að mínu mati,það var ekkert action í því að sjá þá keyra eftir að það var búið að þrengja brautina
útaf olíunni.

Ég veit ekki hvað fór á milli Ingólfs og þessara keppenda sem vildu fá endurgreitt,hann verður að svara fyrir það.Ég man ekki eftir því að það hafi nokkurn tíman
verið endurgreitt keppnisgjald þegar keppni er hafin (keppni hefst með tímatökum sem voru búnar) en ég gæti haft rangt fyrir mér með það.

Ingó:
Þetta er einfalt mál varðandi keppnisgjöld. Menn skrá sig í keppni af frjálsum vilja. Menn taka áhættu á t.d. ef það fer að rigna í miðri keppni og eða olíulega sem er svo stór að ekki er hægt að þrífa hann í tæka tíð. Einnig ef það verða skemmdir á tímatökubúnaði eða öllu því sem getur komið upp sem stoppar keppni vegna öryggis aðstæðna. Þessir piltar voru verulega svekktir yfir 3000 karlinum. Ég tjáði eim að þeim væri frjálst að ak á þeirri braut sem var sett upp. Einnig nefndi ég það ef það yrði önnur keppni í staðin fyrir þessa þá þyrftu þeir ekki að borga keppnisgjöld í hana.

Ingó.

Einar Birgisson:
Tekið af BMW kraftur  " Ég var þarna sem áhorfandi og ég var bara andskoti fúll að þurfa bíða í meira en klukkutíma í skítakulda eftir Auto-X keppninni sem ég mætti útaf. Borgaði síðan fyrir að koma þarna inn og horfa á útur klúnkaða ameríska bíla dreifa olíu og brenna gúmmi...
Keyra úr Mosfellsbæ út í Hafnafjörð, borga þúsund kall og standa svo í skítakulda, svo loksins þegar autox byrjaði þá gátu keppendur ekkert keyrt almennilega af því einhver ameríkani var búinn að drulla á brautina ! ...

Hef nú sjaldan eða aldrei heyrt annað eins væl !  " úr Mosó í Hafnarfjörð þúsundkall inn og klukkutíma bið" hrikalegt að leggja allt þetta á sig ...

bæzi:
Leiðinlegt að heyra þetta.....

svona lagað getur jú alltaf gerst auðvitað, svo er bara spurning hvernig best er að taka á málunum.... en þetta er jú SHOW eftir allt saman

en ég dáist samt að því að þeir sem héldu áfram að keyra í Autoinu voru mest megnis amerískir bílar.....  =D>


kv Bæzi

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version