Sælir félagar.

Sæll "okm112".
Málið er að ég er ekki mjög hrifinn af notandaskilmálum á "facebook", og þar á meðal því að þeir gefa sér leyfi til að nota myndir sem settar eru inn á vefinn það er "facebook" að eigin geðþótta.
Þetta gerir það að verkum að þeir eru að taka sér höfundarétt á þeim myndum sem þar eru og ásamt öðru sem þeir setja sem skilyrði fyrir til að stofna facebook síðu gerir það að verkum að öllu óbreyttu hef ég ekki áhuga á að opna "facebook" síðu en viðurkenni fúslega að þetta er sniðugt dæmi.
Þar sem þetta hefur eitthvað verið að breytast þá getur svo sem verið að ég sé eitthvað að misskilja en þetta er samt málið í hnotskurn.

Ég er sjálfur með vefpláss þar sem ég hýsi myndirnar, en málið er að ég er að taka allt uppí 900 ramma í keppni (síðast voru þeir rúmlega 600) og þá þarf að velja og hafna.

Ég gef all flestum leyfi sem fara fram á það að fá að birta mínar myndir að gera það, einu skilyrðin eru að þær séu höfundarréttar merktar, og að þær séu á opnum síðum.

Kv.
Hálfdán.