Author Topic: KK að gera góða hluti.  (Read 4338 times)

Offline JHP

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.691
    • View Profile
    • http://CORVETTE.IS
KK að gera góða hluti.
« on: September 19, 2010, 22:20:02 »
Hér er verið að ræða auto-x keppnina.

http://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=47066
Hr Jón H Pétursson

Trans Am GTA ´88
Corvette coupe ´95
Corvette coupe ´92

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: KK að gera góða hluti.
« Reply #1 on: September 19, 2010, 22:38:04 »
Ég myndi segja að það hafi verið mistök að keyra þetta á sama degi,við hefðum átt að keyra Auto-X eingöngu á laugardag og svo 1/8 á sunnudag.

Þegar olían fór í brautina átti að fresta keppni eða aflýsa henni að mínu mati,það var ekkert action í því að sjá þá keyra eftir að það var búið að þrengja brautina
útaf olíunni.

Ég veit ekki hvað fór á milli Ingólfs og þessara keppenda sem vildu fá endurgreitt,hann verður að svara fyrir það.Ég man ekki eftir því að það hafi nokkurn tíman
verið endurgreitt keppnisgjald þegar keppni er hafin (keppni hefst með tímatökum sem voru búnar) en ég gæti haft rangt fyrir mér með það.

.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Re: KK að gera góða hluti.
« Reply #2 on: September 19, 2010, 22:57:48 »
Þetta er einfalt mál varðandi keppnisgjöld. Menn skrá sig í keppni af frjálsum vilja. Menn taka áhættu á t.d. ef það fer að rigna í miðri keppni og eða olíulega sem er svo stór að ekki er hægt að þrífa hann í tæka tíð. Einnig ef það verða skemmdir á tímatökubúnaði eða öllu því sem getur komið upp sem stoppar keppni vegna öryggis aðstæðna. Þessir piltar voru verulega svekktir yfir 3000 karlinum. Ég tjáði eim að þeim væri frjálst að ak á þeirri braut sem var sett upp. Einnig nefndi ég það ef það yrði önnur keppni í staðin fyrir þessa þá þyrftu þeir ekki að borga keppnisgjöld í hana.

Ingó.
Ingólfur Arnarson

Offline Einar Birgisson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.422
    • View Profile
Re: KK að gera góða hluti.
« Reply #3 on: September 20, 2010, 10:40:26 »
Tekið af BMW kraftur  " Ég var þarna sem áhorfandi og ég var bara andskoti fúll að þurfa bíða í meira en klukkutíma í skítakulda eftir Auto-X keppninni sem ég mætti útaf. Borgaði síðan fyrir að koma þarna inn og horfa á útur klúnkaða ameríska bíla dreifa olíu og brenna gúmmi...
Keyra úr Mosfellsbæ út í Hafnafjörð, borga þúsund kall og standa svo í skítakulda, svo loksins þegar autox byrjaði þá gátu keppendur ekkert keyrt almennilega af því einhver ameríkani var búinn að drulla á brautina ! ...

Hef nú sjaldan eða aldrei heyrt annað eins væl !  " úr Mosó í Hafnarfjörð þúsundkall inn og klukkutíma bið" hrikalegt að leggja allt þetta á sig ...
Einar Þór Birgisson

Drag racers go straight to the finishline. The others guys drive in circles looking for it.

Mín skrif hér eru mínar persónulegu skoðanir. Ég áskil mér rétt til að skipta fyrirvaralaust um skoðun.

Offline bæzi

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 562
  • I live for quarter of a mile.....
    • View Profile
    • www.mothers.is
Re: KK að gera góða hluti.
« Reply #4 on: September 20, 2010, 11:59:36 »
Leiðinlegt að heyra þetta.....

svona lagað getur jú alltaf gerst auðvitað, svo er bara spurning hvernig best er að taka á málunum.... en þetta er jú SHOW eftir allt saman

en ég dáist samt að því að þeir sem héldu áfram að keyra í Autoinu voru mest megnis amerískir bílar.....  =D>


kv Bæzi
BÆZI
Bæring Jón Skarphéðinsson 
KING OF THE STREETS 2012

Corvette c5 50th Anniversary 2003 LS2 404ci

1/4 10.8@132 1/8 6.99@103 60ft N/A (All motor on 98okt)

1/4 10.01@147.5 1/8 6.49@116 60ft  - no traction með Nítróið... :)

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Re: KK að gera góða hluti.
« Reply #5 on: September 20, 2010, 13:11:50 »
Sælir félagar. :)

Mig langaði bara að benda á að forráðamenn keppninnar á laugardaginn gerðu rétt með því að breyta Auto-X brautinni þar sem mikil hætta hefði skapast út af þeirri olíu sem að fór niður á hægri braut Kvartmílubrautarinnar.

Það sem gerðist þarna var óviðráðanlegt atvik og kallast á reglumáli FIA "force major" (held ég stafi þetta rétt).

Þegar olía eða annar sleipur vökvi "hellist niður" á keppnisbraut ber brautarstafsmönnum að hreinsa vökvann upp og ganga þannig frá brautinni að hún sé fullkomlega hæf til keppni aftur, og engin hætta skapist lengur af þeim vökva sem helltist niður.

Í svona tilvikum er aldrei spurt um tíma, heldu aðeins það að brautin sé orðin jafn góð og áður og hættulaus fyrir keppendur og áhorfendur.

Starfsmenn KK gerðu allt rétt hvað öryggi á braut varðar fyrir keppendur og áhorfendur.

Kv.
Hálfdán Sigurjónsson.
Nefndarmaður í öryggisnefnd ÍSÍ.
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: KK að gera góða hluti.
« Reply #6 on: September 20, 2010, 14:59:09 »
Tekið af BMW kraftur  " Ég var þarna sem áhorfandi og ég var bara andskoti fúll að þurfa bíða í meira en klukkutíma í skítakulda eftir Auto-X keppninni sem ég mætti útaf. Borgaði síðan fyrir að koma þarna inn og horfa á útur klúnkaða ameríska bíla dreifa olíu og brenna gúmmi...
Keyra úr Mosfellsbæ út í Hafnafjörð, borga þúsund kall og standa svo í skítakulda, svo loksins þegar autox byrjaði þá gátu keppendur ekkert keyrt almennilega af því einhver ameríkani var búinn að drulla á brautina ! ...

Hef nú sjaldan eða aldrei heyrt annað eins væl !  " úr Mosó í Hafnarfjörð þúsundkall inn og klukkutíma bið" hrikalegt að leggja allt þetta á sig ...

Það sem meira er að það var enginn amerískur sem dreyfði olíu,það var heldur ekki kalt,allavega var ég ekki var við það,fyrir hádegi var maður á stuttermabolnum
 í pittinum svo dró jú fyrir sól þegar leið á en það var bara prýðilegt veður miðað við árstíma.
1000kr inn og Bæzi sjálfur stóð vaktina stíft og bauð upp á fríar grillaðar pylsur,gos og V-power orkudrykkir efhentir af léttklæddum SHELL skvísum :smt061

Svo skrifaði einhver "að þetta væri keyrt saman til að reyna að fá meira í kassann" ég spyr er eitthvað að því? Það var reynt að búa til skemmtilegan fjölbreyttann viðburð,
ef ekki hefði farið olía niður hefði það gengið ágætlega en ég tel þó að framvegis ættum við að skipta þessu upp í tvo viðburði.
« Last Edit: September 20, 2010, 15:18:19 by Trans Am »
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Porsche-Ísland

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 140
    • View Profile
Re: KK að gera góða hluti.
« Reply #7 on: September 20, 2010, 16:33:21 »
Keppendur voru ekki að kvarta yfir veðri eða öðrum náttúru hamförum. Né hvað tegund af olíu þetta var eða úr hverju þetta kom.

Heldur var það að að útaf þessum olíuleka var ekki hægt að notast við báðar akgreinar og einungis hægt að aka rólega á annari akgreininni. Það var ekki það sem menn skráðu sig í.
Viðbrögð stjónenda voru eins og aldrei áður hefði lekið olía á brautina.  Enginn tók af skarið, enginn heilstæð laust. Ég benti strax á að það væri eina vitið að flauta þetta af. Þetta væri of hættulegt. Og hreinsunarstarf yrði bara of seinvirkt.
En mönnum fannst það ómögurlegt og ákváðu að raða keilum upp á nýtt og núna bara í einni línu. Sem gerði það að verkum að menn voru í fyrsta gír megnið af brautinni. Ekkert spennandi við það.
En svo voru menn látnir snúa við yfir á hina brautina og aka til baka eftir olíunni og bremsa þar. Það var einmitt það sem menn voru hræddir við. Enda runnu menn útaf.

Það að ætla kannski að halda aðra keppni og þá fái menn að keppa án þess að borga er kannski svar sem kvartmílumenn hafa sætt sig við. En þegar þetta er fyrsta keppni í eitthverju sem kannski aldrei verður haldið aftur, þá er þetta kannski ekki gott svar.

Það var ekkert að því að ætla að halda þetta bæði í einu. Hefði bara ekki átt að leyfa mönnum að vera skráða í bæði í einu. Hugmyndin var góð. En þessi óvænti olíuleki fór bara illa með okkur.

Halldór Jóhannsson

Offline fords

  • In the pit
  • **
  • Posts: 65
    • View Profile
Re: KK að gera góða hluti.
« Reply #8 on: September 20, 2010, 19:25:08 »
tók sjálfur þátt og fannst þetta bara fínt miðað við að það er verið að halda þetta í fyrsta skipti jújú það voru nokkur atriði sem máttu fara betur ekki t.d ekki halda 1/8 míluna á sama tíma og ekki láta fólk mæta klukkan 11 og hafa keppnina klukkan 4 en er einhverstaðar hægt að fá tímana úr auto-x inu og ég þakka bara fyrir góðan dag og vona að þetta verði haldið aftur.
Guðmundur Ingi Bjarnason

mustang cobra 1997
mustang GT 1987 5.8 seldur :(

Offline Ingó

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Re: KK að gera góða hluti.
« Reply #9 on: September 20, 2010, 20:05:57 »
tók sjálfur þátt og fannst þetta bara fínt miðað við að það er verið að halda þetta í fyrsta skipti jújú það voru nokkur atriði sem máttu fara betur ekki t.d ekki halda 1/8 míluna á sama tíma og ekki láta fólk mæta klukkan 11 og hafa keppnina klukkan 4 en er einhverstaðar hægt að fá tímana úr auto-x inu og ég þakka bara fyrir góðan dag og vona að þetta verði haldið aftur.


 :smt023
Ingólfur Arnarson

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: KK að gera góða hluti.
« Reply #10 on: September 20, 2010, 20:17:57 »
Gaman að heyra Guðmundur  =D>,tímarnir verða birtir hér fljótlega :
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=44384.0
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas