Næstkomandi
Miðvikudagskvöld, 15. September nk. kl. 20.00 ætla Kvartmíluklúbburinn og Íslenski Mustang klúbburinn að taka höndum saman og sýna, í aðeins eitt skipti, kvikmyndina
"Gone in 60 Seconds" frá árinu 1974.Sýningin fer fram í Sal 1 í
Laugarásbíó kl. 20.00 og er miðaverð aðeins 1.000 kr. og rennur ágóði af söluandvirði miðans til Kvartmíluklúbbsins.
Allir sem hafa einhvern áhuga á bílum og kvikmyndum vita hvaða mynd þetta er, en í henni er 40 mínútna bílaeltingarleikur sem er einn sá þekktasti sem sögur fara af. Myndin var endurgerð árið 2000 og fóru þá Nicholas Cage og Angelina Jolie með aðalhlutverkin.
Aðeins eru um 300 miðar í boði þannig að það er eins gott að hafa hraðar hendur.
Hægt er að kaupa miða í forsölu með því að leggja 1.000kr. inn á reikning KK,
sem er
1101-26-111199 Kt.660990-1199 og framvísa kvittun á staðnum.
Gott er að gefa sér góðan tíma og mæta tímanlega fyrir sýningu, og er fólk á "Sparibílum" er sérstaklega hvatt til að mæta og mynda skemmtilega stemningu fyrir utan bíóið svona í lok sumars.
Ef þetta gengur vel eftir er mikill möguleiki á að þetta verði endurtekið og þá með annari gamalli bílamynd.
Látið orðið berast og sjáumst í bíó á Miðvikudagskvöldið!!
Hægt er að nálgast
.PDF auglýsingu hér, og prenta út.
http://www.youtube.com/v/rh6WNRoqLXI?fs=1&hl=en_US&rel=0