Fallinn er frá gamall kvartmílufélagi, langt um aldur fram, Herbert Hjörleifsson (Hebbi), eftir erfið veikindi þann 30. ágúst.
Fyrir ykkur sem þekktu hann ekki, var Hebbi mikill bílaáhugamaður og hafði átt mörg tryllitækin um ævina en flesta hafði hann átt af Mopar bílum enda mjög fróður um þá og skrifaði oft um þá hérna á spjallinu.
Á 9. áratugnum var Hebbi viðloðandi kvartmílu en seinni árin bjó hann á Teigarhorni á austurlandi og var gaman að heimsækja hann og þá var mikið talað um bíla og skeggrætt yfir bílablöðum og þar kom menn ekki að tómum kofum.
Ég vill votta fjölskyldu Herberts mína dýpstu samúð og mun sakna mikils bílamanns sem er horfinn á braut.
Kveðja
Gunnar Ævarsson