Nokkrar myndir af því nýjasta, var fyrir norðan í nokkra daga núna í ágúst. Búinn að sprauta allt nema hásinguna, langar að fá læsingu í hana. Ég notaði epoxy grunn, svo trukkalakk, síðan mattaði ég allt draslið því mér fannst glansinn of mikill og setta RAL 9005 litinn yfir frá Wurth, sem er satin matt. Gormarnir voru svo góðir að ég ákvað að nota þá svo þeir voru sandblásnir og polyhúðaðir, og stýrissnekkjan glerblásin. Ég var að panta síðustu tvö stykkin í stýrið, pitman og idler arm. Pantaði líka drifskafstupphengjuna og boltana sem tengja klafana að aftan við hásingu, sem dempararnir festast svo í. Allar fóðringar voru pressaðar í og spindlum komið fyrir, er svona aðeins byrjaður að raða saman. Þetta mjakast hægt þegar maður býr ekki á sama stað og bíllinn, en það fer að verða hægt að flytja hann, vonandi fyrir áramót
(myndin af klöfunum er tekin fyrir lokaumferð)