Félagar í Flugklúbb Mosfellsbæjar ætla að halda Wings´n Wheels sýningu á Tungubakkaflugvelli 28.ágúst næstkomandi.
Slíkar sýningar eru mjög vinsælar erlendis, en þetta er eftir því sem best ég veit fyrsta slíka sýningin sem haldin hefur verið hér á landi.
Þeim vantar gamla bíla til að stilla upp við hliðina á flugvélunum eftir árgerðum og langar mig að hvetja sem flesta til að mæta á þessa flottu sýningu með gömlu kaggana sína og búa til ógleimanlega sýningu, nú eða án þeirra og hafa bara gaman af !!!
Nú þegar hafa um 30 gamlar flugvélar staðfest þáttöku, þar á meðal elsta flugvél sem til er á Íslandi, TF-ÖGN.
Þessi flugvél hékk lengi uppi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og er þetta í annað sinn sem hún er sýnd almenningi á jörðu niðri,
TF-ÖGN var smíðuð á árunum 1931 -32 þannig að hún er sannur forngripur sem gaman væri að sína með öðrum fornbifreiðum.
Nokkrir bílar hafa nú þegar staðfest þáttöku sína sem og ég en gaman væri ef að sem flestir mundu mæta og gera þetta að ógleimanlegri sýningu !!
Ef þið hafið áhuga þá er dagskráin þannig að sýningin verður milli 12 og 5 á laugardagin 28 ágúst .
Ef þið hafið áhuga á að sýna bílana ykkar væri ágætt að mæta fyrir 12 þannig að hægt sé að setja bílana á sýningarsvæðið.
Hugmyndin í augnarblikinu er að setja bíla, flugvélar og traktora saman þannig að ef þið hafið bíl sem er árgerð 1955 þá verður honum lagt við hliðina á flugvél og traktor frá 1955 o.s.frv.
Þeir sem hafa áhuga endilega hafið samband við Sigurjón Valsson formann Flugklúbbs Mosfellsbæjar, síminn hjá honum er 899-6575 eða enn betra að senda honum e-mail á
svalsson@simnet.is