Author Topic: Gamlir bílar óskast á (Wings´n Wheels)  (Read 4116 times)

Offline Slökkvitæki ehf

  • In the pit
  • **
  • Posts: 54
    • View Profile
Gamlir bílar óskast á (Wings´n Wheels)
« on: August 13, 2010, 02:16:43 »
Félagar í Flugklúbb Mosfellsbæjar ætla að halda Wings´n Wheels sýningu á Tungubakkaflugvelli 28.ágúst næstkomandi.
Slíkar sýningar eru mjög vinsælar erlendis, en þetta er eftir því sem best ég veit fyrsta slíka sýningin sem haldin hefur verið hér á landi.

Þeim vantar gamla bíla til að stilla upp við hliðina á flugvélunum eftir árgerðum og langar mig að hvetja sem flesta til að mæta á þessa flottu sýningu með gömlu kaggana sína og búa til ógleimanlega sýningu, nú eða án þeirra og hafa bara gaman af !!!

Nú þegar hafa um 30 gamlar flugvélar staðfest þáttöku, þar á meðal elsta flugvél sem til er á Íslandi, TF-ÖGN.

Þessi flugvél hékk lengi uppi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og er þetta í annað sinn sem hún er sýnd almenningi á jörðu niðri,

TF-ÖGN var smíðuð á árunum 1931 -32 þannig að hún er sannur forngripur sem gaman væri að sína með öðrum fornbifreiðum.

Nokkrir bílar hafa nú þegar staðfest þáttöku sína sem og ég en gaman væri ef að sem flestir mundu mæta og gera þetta að ógleimanlegri sýningu !!

Ef þið hafið áhuga þá er dagskráin þannig að sýningin verður milli 12 og 5 á laugardagin 28 ágúst .

Ef þið hafið áhuga á að sýna bílana ykkar væri ágætt að mæta fyrir 12 þannig að hægt sé að setja bílana á sýningarsvæðið.
Hugmyndin í augnarblikinu er að setja bíla, flugvélar og traktora saman þannig að ef þið hafið bíl sem er árgerð 1955 þá verður honum lagt við hliðina á flugvél og traktor frá 1955 o.s.frv.

Þeir sem hafa áhuga endilega hafið samband við Sigurjón Valsson formann Flugklúbbs Mosfellsbæjar, síminn hjá honum er 899-6575 eða enn betra að senda honum e-mail á svalsson@simnet.is


"Verslum við litla mannin"
Frank Höybye
Sími: 565-4080
Gsm: 844-5222

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Re: Gamlir bílar óskast á (Wings´n Wheels)
« Reply #1 on: August 13, 2010, 09:18:03 »
Það væri gaman að fá að vita sirka árgerðirnar á flugvélunum svo menn átti sig á því hvaða árgerðir er um að ræða.  :smt023
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline Slökkvitæki ehf

  • In the pit
  • **
  • Posts: 54
    • View Profile
Re: Gamlir bílar óskast á (Wings´n Wheels)
« Reply #2 on: August 13, 2010, 11:56:58 »
Það væri gaman að fá að vita sirka árgerðirnar á flugvélunum svo menn átti sig á því hvaða árgerðir er um að ræða.  :smt023

Sæll Jón, flugvélarnar eru árgerð ca 1930-1960 og hugmyndin var að stilla þeim bílum upp sem passa ca við árgerðir saman, en hins vegar væri gaman að fá sem flesta gamla bíla úr öllum klúbbum til að fjölmenna og búa til flotta sýningu og eiga allir góðan dag saman  :D
"Verslum við litla mannin"
Frank Höybye
Sími: 565-4080
Gsm: 844-5222

Offline nonni400

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 106
    • View Profile
Re: Gamlir bílar óskast á (Wings´n Wheels)
« Reply #3 on: August 14, 2010, 12:58:24 »
Alltaf gaman þegar sem flestir klúbbar taka þátt í svona uppákomum.

Offline Slökkvitæki ehf

  • In the pit
  • **
  • Posts: 54
    • View Profile
Re: Gamlir bílar óskast á (Wings´n Wheels)
« Reply #4 on: August 26, 2010, 22:33:25 »
Jaja nú fer að styttast í þetta svo ég ætla að minna alla á að mæta og muna eftir góðaskapinu  8)
"Verslum við litla mannin"
Frank Höybye
Sími: 565-4080
Gsm: 844-5222