Author Topic: Frestun á 1/8 keppni  (Read 6863 times)

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Frestun á 1/8 keppni
« Reply #20 on: August 21, 2010, 20:07:50 »
Þú verður að koma með nánari útskýringar Geir,við erum bara að gera okkar besta til að reka félagið með hagnaði á erfiðum tímum.

Við höfum reynt að efla samstarf við aðra klúbba og félög með sýningarhaldi og keppnum og munum áfram vinna að því á næsta ári.

Þær keppnir sem við höfum haldið í sumar hafa gefið vel af sér,sérstaklega KOTS og svo síðasta mót til Íslandsmeistara.

Með frábærum styrktaraðila átti að halda grillveislu fyrir keppendur og starfsfólk á keppninni sem átti að vera í dag,því miður varð ekki af
þeirri keppni og ef menn halda að við höfum ekki viljað eða geta haldið hana þá er það mikill miskilningur það vantaði bara fleirri keppendur.

Við höfum komið af stað félagskírteinunum og "vinir kvartmíluklúbbsins" sem eru að skila fullt af peningum til okkar,KK fær krónu af hverjum líter.

Það eru nokkur stórmál sem taka langann tíma í vinnslu hjá bænum varðandi brautina og svæðið okkar og einnig mál í vinnslu innan ÍBH og ÍSÍ.

Rekstur sjoppunar hefur verið tekin í gegn og Guðmundur og Lilja standa sig frábærlega í því,það er búið að taka félagsheimilið í gegn og verður bætt enn betur úr því í haust og vetur.

Við höfum haft stjórnarfundi nánast hvern einasta fimmtudag og þar ef yfirleitt mjög vel mætt,félagsfundir eru alla fimmtudaga og félagsmenn geta fengið fréttir beint í æð,
allar fundargerðir eru á vistaðar á stjórnarspjalli fyrir verðandi stjórnarmeðlimi,félagatal og "vinatal" komið í rafrænt form og svo margt margt fleirra sem hefur verið í ólestri.

Við settum upp áhorfendastúkur,færðum hliðið okkar til að geta lokað svæðinu sem var mjög stórt atriði.

Það var gengið frá stórum styrktarsamningum við nokkra aðila.

Það hafa komið upp atriði sem hafa fallið í grýttann jarðveg en það er alveg við því að búast og við erum ekkert yfir gagngrýni hafnir en reynum bara að gera okkar besta samt.



« Last Edit: August 21, 2010, 20:29:11 by Trans Am »
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Re: Frestun á 1/8 keppni
« Reply #21 on: August 21, 2010, 20:49:44 »
Frikki minn ég get ekki orðabundist með að þú segir að þið séuð ekki yfir gagrýni hafnir?Mér hefur sýnst annað um leið og einhver smellir einhverri gagrýni fram endar hún í ruslafötunni.Það er búið að koma fjandi oft fyrir,enn svona á heldina litið burt séð frá þessari keppnisfrestun hafi þið bara hreinleiga staðið ykkur allveg agalega illa.Og þurfið heldur betur að taka á honum stóra ykkar ef þið ætlið ekki að enda með að sitja einir að draslinu eða það er kannski það sem þið viljið?Ég vona að þið verðið ekki mjög sárir en þetta er bara min skoðun og fannst mér bara rétt að hún kæmi fram.Gangi ykkur vel og Lifið heilir.Kv Árni Már Kjartansson
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: Frestun á 1/8 keppni
« Reply #22 on: August 21, 2010, 21:03:42 »
Gagngríni og skítkast er ekki það sama Árni,skítkast og meiðyrði lenda í ruslafötunni ásamt nöldri frá mönnum sem eru ekki og hafa ekki verið í þessum klúbb.
Hvað er það sem við höfum staðið okkur svona agalega illa í ?

Að setja inn þessa flokka til prufu í eitt ár með stuttum fyrirvara? er það ástæða til að sitja heima í fýlu?
Að takmarka spjallið að hluta fyrir meðlimi? Það lá fyrir samþykkt fyrri stjórnar með að leggja það alveg niður.

Við höfum allir í stjórn lagt á okkur töluverða vinnu og reynt að gera okkar besta.
« Last Edit: August 21, 2010, 21:06:48 by Trans Am »
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Lindemann

  • Certified safety inspector
  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 538
    • View Profile
Re: Frestun á 1/8 keppni
« Reply #23 on: August 21, 2010, 21:25:05 »
Mér hefur fundist þetta sumar hafa gengið mjög vel, og allir sem hafa verið mikið uppá braut í sumar hafa séð það að mikið er búið að gera!

Best er að þeir sem eru óánægðir mæti á félagsfundina og tali þar beint við stjórnarmenn, það skilar sér miklu betur fyrir alla aðila.
Það kemur aldrei neitt útúr rifrildum á spjallborðum.

Mér finnst að menn séu oft of fljótir að æsa sig á spjallinu áður en þeir vita allar hliðar þeirra mála sem koma hér upp.
Kv. Jakob B. Bjarnason

Offline ingvarp

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 633
  • There's no tomorrow!
    • View Profile
    • Flickr
Re: Frestun á 1/8 keppni
« Reply #24 on: August 21, 2010, 21:43:57 »
Mér hefur fundist þetta sumar hafa gengið mjög vel, og allir sem hafa verið mikið uppá braut í sumar hafa séð það að mikið er búið að gera!

Best er að þeir sem eru óánægðir mæti á félagsfundina og tali þar beint við stjórnarmenn, það skilar sér miklu betur fyrir alla aðila.
Það kemur aldrei neitt útúr rifrildum á spjallborðum.

Mér finnst að menn séu oft of fljótir að æsa sig á spjallinu áður en þeir vita allar hliðar þeirra mála sem koma hér upp.

:smt023

einmitt það sem ég hugsaði  :)
Ingvar Pétur Þorsteinsson

www.flickr.com/photos/ingvarp

UNDERSTEER is when you hit the wall forwards.
OVERSTEER is when you hit the wall backwards.
HORSEPOWER is how fast you hit the wall.
TORQUE is how far the wall moves after you hit it.

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Re: Frestun á 1/8 keppni
« Reply #25 on: August 22, 2010, 22:38:55 »
rífast á netinu er jafn skemmtilegt og horfa á drukkna maura slást eftir að maður svettir smá bjór yfir þá.. gaman í smá stund.

svo er þetta spjall á netinu og óþarfi að hafa skítköst og niðrandi tal þar sem nánast hver sem er getur séð þetta.. þarf ekki nema eina virkilega slæma og neikvæða umræðu og þá er mannorð klúbbsins farið.

betra er að hreinsa þetta af spjallinu og rökræða á opnum fundum eða í skúraheimsókn eða menn geta skrifað í dagbókina sína ef þeir þora ekki að rökræða utan netsins.

annars heyrði ég að kvartmílu spjallborð eru voða sjaldgæf hjá erlendum brautareigendum :D
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857