Þú verður að koma með nánari útskýringar Geir,við erum bara að gera okkar besta til að reka félagið með hagnaði á erfiðum tímum.
Við höfum reynt að efla samstarf við aðra klúbba og félög með sýningarhaldi og keppnum og munum áfram vinna að því á næsta ári.
Þær keppnir sem við höfum haldið í sumar hafa gefið vel af sér,sérstaklega KOTS og svo síðasta mót til Íslandsmeistara.
Með frábærum styrktaraðila átti að halda grillveislu fyrir keppendur og starfsfólk á keppninni sem átti að vera í dag,því miður varð ekki af
þeirri keppni og ef menn halda að við höfum ekki viljað eða geta haldið hana þá er það mikill miskilningur það vantaði bara fleirri keppendur.
Við höfum komið af stað félagskírteinunum og "vinir kvartmíluklúbbsins" sem eru að skila fullt af peningum til okkar,KK fær krónu af hverjum líter.
Það eru nokkur stórmál sem taka langann tíma í vinnslu hjá bænum varðandi brautina og svæðið okkar og einnig mál í vinnslu innan ÍBH og ÍSÍ.
Rekstur sjoppunar hefur verið tekin í gegn og Guðmundur og Lilja standa sig frábærlega í því,það er búið að taka félagsheimilið í gegn og verður bætt enn betur úr því í haust og vetur.
Við höfum haft stjórnarfundi nánast hvern einasta fimmtudag og þar ef yfirleitt mjög vel mætt,félagsfundir eru alla fimmtudaga og félagsmenn geta fengið fréttir beint í æð,
allar fundargerðir eru á vistaðar á stjórnarspjalli fyrir verðandi stjórnarmeðlimi,félagatal og "vinatal" komið í rafrænt form og svo margt margt fleirra sem hefur verið í ólestri.
Við settum upp áhorfendastúkur,færðum hliðið okkar til að geta lokað svæðinu sem var mjög stórt atriði.
Það var gengið frá stórum styrktarsamningum við nokkra aðila.
Það hafa komið upp atriði sem hafa fallið í grýttann jarðveg en það er alveg við því að búast og við erum ekkert yfir gagngrýni hafnir en reynum bara að gera okkar besta samt.