Author Topic: Top Gear þarf nýjan Sitg ?  (Read 2293 times)

Offline Belair

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.325
    • View Profile
    • Alli´s Icelandic Firebird Page
Top Gear þarf nýjan Sitg ?
« on: August 24, 2010, 12:37:51 »


Ökuþórinn leyndardómsfulli, The Stig, sem komið hefur fram í sjónvarpsþáttunum, hefur nú verið afhjúpaður. Breska blaðið Sunday Times fullyrti um síðustu helgi að á bak við hvítan hjálm The Stig leyndist kappakstursmaðurinn Ben Collins.

Blaðið segist hafa séð reikninga, sem fyrirtæki Collins sendi breska ríkisútvarpinu BBC fyrir vinnu við þættina. Þessir reikningar, sem eru frá árinu 2003, sanni að Collins, sem er 35 ára, sé í raun The Stig.

The Stig var upphaflega svartklæddur en árið 2003 var upplýst að brellumeistarinn Perry McCarthy hefði verið í því gervi. Skömmu síðar birtist nýr Stig í þáttunum en var nú hvítklæddur.

Lengi hafa verið vangaveltur um að Collins væri í raun í gervi The Stig en það hefur aldrei verið sannað.  Árið 2009 kom kappakstursmaðurinn Michael Schumacher fram í Top Gear íklæddur gervi The Stig. 


Collins hefur neitað að tjá sig um þessar fréttir. Hann hefur aldrei ekið í formúlu 1 kappakstri en tekið þátt í Le Mans kappanstrinum og oft ekið bílum í áhættuatriðum í kvikmyndum.
poll her eg segi Já (yes)
http://www.guardian.co.uk/tv-and-radio/poll/2010/aug/23/top-gear-stig-television


Trans Am 84 350rwhp Ls1 T56
Legacy 99
Haase 128

Benedikt H Jóhannsson KK#2010 FBI#3341

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Re: Top Gear þarf nýjan Sitg ?
« Reply #1 on: August 24, 2010, 13:58:35 »
heyrst hefur að þeir hafa verið að skoða ýmsar gamlar kvartmílukempur á litlu skeri í norður atlandshafi sem nýja Rauða Stig
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Belair

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.325
    • View Profile
    • Alli´s Icelandic Firebird Page
Re: Top Gear þarf nýjan Sitg ?
« Reply #2 on: August 24, 2010, 14:02:46 »
og gallinn saumaður af Seglagerðin Ægir  :mrgreen:
Trans Am 84 350rwhp Ls1 T56
Legacy 99
Haase 128

Benedikt H Jóhannsson KK#2010 FBI#3341

Offline kallispeed

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 469
    • View Profile
Re: Top Gear þarf nýjan Sitg ?
« Reply #3 on: September 01, 2010, 01:22:07 »
alveg snildar shows .... :mrgreen: