Author Topic: til vinstir og niður  (Read 8770 times)

Offline Belair

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.325
    • View Profile
    • Alli´s Icelandic Firebird Page
til vinstir og niður
« on: August 12, 2010, 09:21:05 »
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur beint þeim tilmælum til Umferðarstofu að frá og með næstu áramótum verði ekki heimilt að skrá ökutæki hér á landi sem skráð eru erlendis sem tjónaökutæki.
Þessi ökutæki teljast í flestum tilfellum óhæf til endurskráningar í öðrum löndum. Í tilkynningu frá Umferðastofu segir að um áratugaskeið hafi viðgengist á Íslandi að flytja inn tjónabíla, aðallega frá Bandaríkjunum. Eftir lágmarksviðgerð hafi síðan gefist kostur á að skrá ökutækið til aksturs að uppfylltum skilyrðum skoðunar.

Í slíkum skoðunum sjáist ekki gallar sem geti t.d. verið á rafkerfi vegna vatntjóns og öðrum þáttum sem geta haft áhrif á öryggi vegfarenda. Umferðarstofa óskaði eftir umsögn ráðuneytisins um innflutning á slíkum bílum og í henni kemur fram að með tilliti til umferðaröryggis beri að banna skráningu slíkra ökutækja.

Trans Am 84 350rwhp Ls1 T56
Legacy 99
Haase 128

Benedikt H Jóhannsson KK#2010 FBI#3341

Offline keb

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 397
  • going backwards
    • View Profile
Re: til vinstir og niður
« Reply #1 on: August 12, 2010, 09:55:00 »

Og er þetta ekki bara í fínu lagi - ég hefði alveg vilja losna við vandamálin sem 01 TransAmin minn henti í mig nánast í hvert sinn sem maður fór út að keyra.
Held að það skipti svolítið miklu máli að þessar druslur séu yfir höfuð í viðgerðar hæfu ástandi sem og lagaðir af fólki sem veit hvað það er að gera.
Kristmundur Birgisson

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: til vinstir og niður
« Reply #2 on: August 12, 2010, 09:57:10 »
Alltaf jafn sniðugt lið, frekar en að framfylgja þeim lögum ser eru í gildi þarf alltaf að græja eitthvað svona rugl...  #-o

Eru erlendir tjónabílar eitthvað öðruvísi en íslenskir?
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline nonni400

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 106
    • View Profile
Re: til vinstir og niður
« Reply #3 on: August 12, 2010, 09:58:53 »
Þetta er bara hið besta mál, af hverju á ökutæki sem telst ónýtt í öðru landi að vera á götunni hér ?
Það þarf líka að vera betra kerfi á hvað fer aftur í umferð hér á Íslandi.
« Last Edit: August 12, 2010, 10:02:08 by nonni400 »

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Re: til vinstir og niður
« Reply #4 on: August 12, 2010, 10:00:34 »
Þeir teljast ekkert ónýtir þó þeir séu skráðir tjónabílar þarna úti frekar en hér heima.
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline nonni400

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 106
    • View Profile
Re: til vinstir og niður
« Reply #5 on: August 12, 2010, 10:37:10 »
Það er rétt að bíllinn þarf ekkert endilega að vera ónýtur þótt hann sé skemmdur, og ef það á til dæmis að nota bara "title" sem kemur með bílnum til að ákveða hvað er skráningarhæft þá verður náttúrulega að fylgja sögunni hvað kom fyrir bílinn.

Það er ekkert algilt í USA heldur að þessir bílar séu einu sinni skemmdir þegar þeir fengu til dæmis salvage title, sum fylki setja salvage title á bíla sem er stolið og hafa verið borgaðir út þó það sé ekki einu sinni rispa á þeim.

Bíll getur líka fengið junk title sem þýðir að viðgerð hefur verið metin sem meira en 75% af markaðsverði bílsins, total loss title er líka notað stundum fyrir þetta, og til dæmis í USA er hægt að skrá þessa bíla eftir viðgerð í sumum fylkjum og öðrum ekki þannig að þeir eru nú ekki með neitt alsherjar system fyrir þetta sjálfir.

Auðvitað er í fínu lagi að gera við skemmda bíla, en það verður líka að vera eitthvað eftirlit á hvað er verið að laga og kannski það sem meira máli skiptir, hvernig hlutirnir eru lagaðir. Og svo eru náttúrulega ökutæki sem á að henda strax en ekki selja fólki, ekki mundi ég til dæmis vilja kaupa bíl sem var soðinn saman úr tveimur sem voru svo ónýtir að ekki var hægt að laga þá í sitthvoru lagi.

Þetta náttúrulega krefst eftirlits ef það á að fylja svona eftir, og það verður líka að vera gert af fólki sem veit hvað það er að gera.
« Last Edit: August 12, 2010, 10:42:16 by nonni400 »

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Re: til vinstir og niður
« Reply #6 on: August 12, 2010, 23:23:46 »
Flóðabílarnir geta verið algjör verkur í rassi.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline meistari

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 485
    • View Profile
Re: til vinstir og niður
« Reply #7 on: August 13, 2010, 01:26:09 »
Flóðabílarnir geta verið algjör verkur í rassi.
kanar kunna ekki að laga bíla það er ekki skritið að það þarf að flytja bílana úr landi fra þeim til að laga þa þeir rétta ekki þeir bara sparsla bara extra mikið rettingin hja þeim þeir tjakka bar bilana i horfið svo sparsla þeir rest eg er mer reynslu af þessu buinn að flytja inn nokkra tjónara
« Last Edit: August 13, 2010, 01:32:16 by petur p »
petur pétursson

Offline kallispeed

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 469
    • View Profile
Re: til vinstir og niður
« Reply #8 on: September 01, 2010, 01:43:12 »
hendi mazdaspeed 6 minn bara .. vatnstjónadur frá usa og ekkert ad ekki einusinni blautur ad innan tegar hann kom frá usa .... bull breytingar bara ad mínu mati ...  :roll:

Offline Bannaður

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 601
    • View Profile
Re: til vinstir og niður
« Reply #9 on: September 01, 2010, 09:18:11 »
Flóðabílarnir geta verið algjör verkur í rassi.
kanar kunna ekki að laga bíla það er ekki skritið að það þarf að flytja bílana úr landi fra þeim til að laga þa þeir rétta ekki þeir bara sparsla bara extra mikið rettingin hja þeim þeir tjakka bar bilana i horfið svo sparsla þeir rest eg er mer reynslu af þessu buinn að flytja inn nokkra tjónara

Það eru alveg skemmd epli þar eins og hér  :!:
má ekki segja það sem mér finnst! (enn ég reyni)

Warning: Objects in mirror aren't as fast as they thought they were.

Offline ADLER

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 836
  • Drive on....
    • View Profile
Re: til vinstir og niður
« Reply #10 on: September 01, 2010, 10:24:06 »
Það er verið að hengja sig á Evrópureglur þarna en tímasetningin á þessu er frekar furðuleg og vægasagt er skítalykt af þessu .

Það hefði nú verið nær að taka fyrst fyrir uppboð tryggingafélagana og hverjir fá að kaupa bíla þar.
Það ætti auðvitað bara að vera réttindamenn sem ættu að fá að kaupa þar en ekki hvaða gúbbi sem er oft með takmarkaða þekkingu og aðstöðu til viðgerða.

En þar sem að tryggingafélögin græða svo fjandi mikið á því að selja hverjum sem er þessi ökutæki þá skiptir umferðar öryggi engu máli en það er eina að forsendunum sem þeir hengja sitt mál á þegar að það kemur að því að banna Ameríska tjónabíla.



Það læðist að manni sá grunur að þetta hafi verið pantað af umboðamafíunni sem er bílgreinasambandið.

Við sem störfum í þessum geira ættum að hafa undaþágu frá þessum reglum því þetta er beinn tekjumissir fyrir okkur en Bílgreinasambandið vinnur fyrst og fremst fyrir bílaumboðin en hugsar ekkert um restina af bílgreinunum

Ég hefði til dæmis vilja leggja það til að eingöngu að menn með réttindi gætu flutt inn bíla og gert við þá og í leiðinni hefði verið hægt að láta það vera svo að menn þyrftu að taka ábyrgð á viðkomandi ökutæki í einhver ár gagnvart hugsanlegum göllum jafnvel að skylda menn til að eiga viðkomandi ökutæki í 6 mánuði eftir að bíll hefur verið settur á númer það eitt og sér myndi valda því að menn væru ekki að þessu í tonnavís og ég myndi telja að það kæmu frekar minnaskemmdir bílar hingað heim og alls ekki hugsanlegir flóðabílar.

En þar sem að við búum í einu spilltasta og ruglaðasta samfélagi í heimi þá er ekki von á neinu öðru en tómu rugli og þvælu aftur og aftur.

Það er ágætt að vera með nokkrar lausar skrúfur.
Adler Stevens  543 4200
*****************
Support your Local Mechanic
Buy a Ford .
*****************

Ashes to ashes
Dust to dust
If it wasn't for Fords
Our tools would rust.
***************

Offline motorstilling

  • In the pit
  • **
  • Posts: 58
    • View Profile
Re: til vinstir og niður
« Reply #11 on: September 15, 2010, 22:55:48 »
Það er verið að hengja sig á Evrópureglur þarna en tímasetningin á þessu er frekar furðuleg og vægasagt er skítalykt af þessu .

Það hefði nú verið nær að taka fyrst fyrir uppboð tryggingafélagana og hverjir fá að kaupa bíla þar.
Það ætti auðvitað bara að vera réttindamenn sem ættu að fá að kaupa þar en ekki hvaða gúbbi sem er oft með takmarkaða þekkingu og aðstöðu til viðgerða.

En þar sem að tryggingafélögin græða svo fjandi mikið á því að selja hverjum sem er þessi ökutæki þá skiptir umferðar öryggi engu máli en það er eina að forsendunum sem þeir hengja sitt mál á þegar að það kemur að því að banna Ameríska tjónabíla.



Það læðist að manni sá grunur að þetta hafi verið pantað af umboðamafíunni sem er bílgreinasambandið.

Við sem störfum í þessum geira ættum að hafa undaþágu frá þessum reglum því þetta er beinn tekjumissir fyrir okkur en Bílgreinasambandið vinnur fyrst og fremst fyrir bílaumboðin en hugsar ekkert um restina af bílgreinunum

Ég hefði til dæmis vilja leggja það til að eingöngu að menn með réttindi gætu flutt inn bíla og gert við þá og í leiðinni hefði verið hægt að láta það vera svo að menn þyrftu að taka ábyrgð á viðkomandi ökutæki í einhver ár gagnvart hugsanlegum göllum jafnvel að skylda menn til að eiga viðkomandi ökutæki í 6 mánuði eftir að bíll hefur verið settur á númer það eitt og sér myndi valda því að menn væru ekki að þessu í tonnavís og ég myndi telja að það kæmu frekar minnaskemmdir bílar hingað heim og alls ekki hugsanlegir flóðabílar.

En þar sem að við búum í einu spilltasta og ruglaðasta samfélagi í heimi þá er ekki von á neinu öðru en tómu rugli og þvælu aftur og aftur.


   Sammála síðasta ræðumanni, hvernig væri að efla eftirlit með því hver og hvernig gert er við bíla eftir tjón eða flóð í stað þess að koma með endalaus boð og bönn.   Það er endalaust migið yfir fagmenn í þessum geira með boðum og bönnum og enginn segir neitt! Hvað er það? Menn eru búnir að mennta sig og sérhæfa á þessum sviðum viðgerða. Það er í raun verið að segja með þessum endalausu bönnum að stéttin sé getulaus og óhæf til þeirra hluta sem við erum menntaðir til! Það þarf að efla eftirlit með þessum viðgerðum, ekki banna viðgerðirnar.  Það er rétt að Bílgreinasambandið er og hefur verið rekið sem umboðsmafía í fjölda ára. Hvernig væri að brjóta það upp?
Jón Borgar Loftsson

Offline ADLER

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 836
  • Drive on....
    • View Profile
Re: til vinstir og niður
« Reply #12 on: September 16, 2010, 21:46:18 »
Það er verið að hengja sig á Evrópureglur þarna en tímasetningin á þessu er frekar furðuleg og vægasagt er skítalykt af þessu .

Það hefði nú verið nær að taka fyrst fyrir uppboð tryggingafélagana og hverjir fá að kaupa bíla þar.
Það ætti auðvitað bara að vera réttindamenn sem ættu að fá að kaupa þar en ekki hvaða gúbbi sem er oft með takmarkaða þekkingu og aðstöðu til viðgerða.

En þar sem að tryggingafélögin græða svo fjandi mikið á því að selja hverjum sem er þessi ökutæki þá skiptir umferðar öryggi engu máli en það er eina að forsendunum sem þeir hengja sitt mál á þegar að það kemur að því að banna Ameríska tjónabíla.



Það læðist að manni sá grunur að þetta hafi verið pantað af umboðamafíunni sem er bílgreinasambandið.

Við sem störfum í þessum geira ættum að hafa undaþágu frá þessum reglum því þetta er beinn tekjumissir fyrir okkur en Bílgreinasambandið vinnur fyrst og fremst fyrir bílaumboðin en hugsar ekkert um restina af bílgreinunum

Ég hefði til dæmis vilja leggja það til að eingöngu að menn með réttindi gætu flutt inn bíla og gert við þá og í leiðinni hefði verið hægt að láta það vera svo að menn þyrftu að taka ábyrgð á viðkomandi ökutæki í einhver ár gagnvart hugsanlegum göllum jafnvel að skylda menn til að eiga viðkomandi ökutæki í 6 mánuði eftir að bíll hefur verið settur á númer það eitt og sér myndi valda því að menn væru ekki að þessu í tonnavís og ég myndi telja að það kæmu frekar minnaskemmdir bílar hingað heim og alls ekki hugsanlegir flóðabílar.

En þar sem að við búum í einu spilltasta og ruglaðasta samfélagi í heimi þá er ekki von á neinu öðru en tómu rugli og þvælu aftur og aftur.


   Sammála síðasta ræðumanni, hvernig væri að efla eftirlit með því hver og hvernig gert er við bíla eftir tjón eða flóð í stað þess að koma með endalaus boð og bönn.   Það er endalaust migið yfir fagmenn í þessum geira með boðum og bönnum og enginn segir neitt! Hvað er það? Menn eru búnir að mennta sig og sérhæfa á þessum sviðum viðgerða. Það er í raun verið að segja með þessum endalausu bönnum að stéttin sé getulaus og óhæf til þeirra hluta sem við erum menntaðir til! Það þarf að efla eftirlit með þessum viðgerðum, ekki banna viðgerðirnar.  Það er rétt að Bílgreinasambandið er og hefur verið rekið sem umboðsmafía í fjölda ára. Hvernig væri að brjóta það upp?

Nýlega var stofnað félag réttinga og málningaverkstæða en það félag er fyrst og fremst að reyna að fá leiðréttingu á taxta málum gagnvart tryggingafélögunum.
Menn frá félaginu fóru núna nýlega á fund hjá umferðarstofu til að kynna sér þetta tjónabíla bann en það kom held ég eitthvað lítið útúr því.

Það hefur verið til og er enn til nefnd innan Bílgreinasambandsins þar sem sitja verkstæðismenn en sú nefnd hefur aldrei skilað neinu markverðu svo ég viti.

það er alveg með ólíkindum að þessu tjónabílabanni sé ekki mótmælt af mönnum úr fagreinum.

Það er líka umhugsunar efni að margir af flottari USA bílum hefðu aldrei komið til landsins á seinust árum ef þetta bann hefði verið sett á fyrir svona eins og 15 árum síðan og þá væri nú flóra þessara bíla fekar döpur í dag.

Það verður ef þetta bann verður að veruleika þá verður það ekki nema á væri efnaðra einstaklinga að kaupa bíla frá USA næstu árin
« Last Edit: September 16, 2010, 21:53:35 by ADLER »
Það er ágætt að vera með nokkrar lausar skrúfur.
Adler Stevens  543 4200
*****************
Support your Local Mechanic
Buy a Ford .
*****************

Ashes to ashes
Dust to dust
If it wasn't for Fords
Our tools would rust.
***************

Offline marias

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 253
    • View Profile
    • http://www.cardomain.com/id/marias
Re: til vinstir og niður
« Reply #13 on: September 28, 2010, 00:37:20 »
Ef að það væri meiri samstaða inní þessari stétt væri þetta ekki að koma upp.
Það þarf ekki annað en að líta á aðrar iðngreinar herna á klakanum til að sjá það, t,d húsamálarar, ef eithver er að taka að ser verk eða bjóða í verk án réttinda er hann kærður samstundis, það sama má segja um rafvirkja.
 Ef þú leggur rafman í hús án réttinda verður allt brjálað útaf öryggis kröfum, en þú mátt grautta saman eithverjum tjóna haug og fara á honum út í umferðina án þess að hafa nokkur réttindi. Ef þetta bílgreinasamband væri að hugsa eithvað!! um hag þessara starfs stétta væri þetta ekki svona,

Niður með bílgreinasambandið
Marías H. Guðmundsson

Offline ADLER

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 836
  • Drive on....
    • View Profile
Re: til vinstir og niður
« Reply #14 on: September 28, 2010, 22:16:58 »
Ef að það væri meiri samstaða inní þessari stétt væri þetta ekki að koma upp.
Það þarf ekki annað en að líta á aðrar iðngreinar herna á klakanum til að sjá það, t,d húsamálarar, ef eithver er að taka að ser verk eða bjóða í verk án réttinda er hann kærður samstundis, það sama má segja um rafvirkja.
 Ef þú leggur rafman í hús án réttinda verður allt brjálað útaf öryggis kröfum, en þú mátt grautta saman eithverjum tjóna haug og fara á honum út í umferðina án þess að hafa nokkur réttindi. Ef þetta bílgreinasamband væri að hugsa eithvað!! um hag þessara starfs stétta væri þetta ekki svona,

Niður með bílgreinasambandið

Já !það er mjög svo takmörkuð samstaða í þessum hóp og oft þá skammast ég mín fyrir að tileyra þessari stétt þar sem mér hefur fundist mesta púðrið fari oft í það að baktala næsta mann.
Og röfla svo endalaust yfir því hvað það er lítið útúr þessu að hafa í stað þess að snúa bökum saman og koma þessu á hærra plan.
« Last Edit: September 28, 2010, 22:21:56 by ADLER »
Það er ágætt að vera með nokkrar lausar skrúfur.
Adler Stevens  543 4200
*****************
Support your Local Mechanic
Buy a Ford .
*****************

Ashes to ashes
Dust to dust
If it wasn't for Fords
Our tools would rust.
***************

Offline Belair

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.325
    • View Profile
    • Alli´s Icelandic Firebird Page
Re: til vinstir og niður
« Reply #15 on: January 05, 2011, 20:07:46 »
https://secure.fib.is/vegtollar.php
Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur hafið undirskriftasöfnun þar sem fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið er mótmælt. FÍB segir að með hugmyndinni sé verið að gjörbreyta grundvallarhugmyndinni um þjóðvegi í þágu allra byggða og landsmanna og hvetja samtökin fólk til þess að skrá sig á listann =D> Núna hafa 31169 skráð sig.

Trans Am 84 350rwhp Ls1 T56
Legacy 99
Haase 128

Benedikt H Jóhannsson KK#2010 FBI#3341