Author Topic: Vandræði með TH 400 Skiptingu  (Read 1566 times)

Offline Blazer K5

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 5
    • View Profile
Vandræði með TH 400 Skiptingu
« on: August 11, 2010, 12:53:13 »
sælir

 Er búin að vera í miklum vandræðum með 400 skiptingu í stóra blazer 1986 módel. hann er með 6.2 turbodiesel

málið er það að það kemur eingin vökvi upp í kælirörin fyrir skiptinguna sem veldur því að hún hitnar bara og hitnar. 
allir gírar virka fínt og hún skiptir sér bara mjög þétt og fínt, allavega ekkert hægt að kvarta yfir því. hef prófað að blása í rörin til að athuga með stíflu, er það er
ekki. reyndar þegar maður blæs í rörið þá sullast stundum upp úr kvarðarörinu, hélt að það ætti að koma út um öndunargatið.
dettur í hug að einhver göng séu brotin eða eitthvað álíka inní húsinu.

allavega myndi ég þiggja öll ráð og ábendingar um hvað gæti verið að
Diðrik Vilhjálmsson

Offline Ramcharger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.485
    • View Profile
Re: Vandræði með TH 400 Skiptingu
« Reply #1 on: August 11, 2010, 15:39:51 »
Það er ekkert annað í stöðunni en að opna hana :???:
Andrés Guðmundsson

Nova "70 R.I.P
Celica "72 R.I.P
Ramcharger "74 R.I.P
Olds Delta Royal "78 R.I.P