Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Sleepers

<< < (2/5) > >>

Ramcharger:
Þessi svarta er flott, 2ja dyra Malibu vantar bara 307 badge á frambrettið :mrgreen:

Stefán Hansen Daðason:
Mér hefur alltaf fundist "sleeperar" töff

Mjög nettir og virðast ótrúlega plein

eva racing:
Hæ.
  svona "sofarar" eru náttúrlega toppurinn. 
Í gamla daga vorum við með Vauxhall Vivu sem við settum chevy smallara, PG og 10 bolta og það var ekki hægt að sjá neitt á bílnum. settum málaðar járnfelgur og hálfkoppa einsog að framan (13" fram og 14" aft.) halltu kj. púst og einn stút... forum einu sinni uppá braut og fór sléttar 13 með ömmu starti því það var kominn úði... bíll sem var alltaf hægt að botna af stað..

næsti slíper var sennilega Valiantinn minn með 225 slantara. 3 í stýri og bekkur..  fór 14,80 uppá braut sem var á þessum tima nóg fyrir flesta götubíla bæjarinns.... ég hef aldrei þurft að opna húddið jafn mikið einsog á þeim bíl... Hvort sem það var á móti 350 Camaró með fjóra í flórnum eða 360 Aspen.
  Eini götubíllinn sem ég hafði ekki var Chrysler 300 með 375 hp. 440.. en við vörum hnífjafnir tvö ljós.. Bjössi Gísla var farþegi í Chryslernum og skemmti sér mikið.. að hafa ekki slantinn..

  Samt var enn skemmtilegra þegar ég setti 2,8 V-6 aftan í Skoda 130.  það voru nokkrir BMW 323 og turbo Saab sem fóru sennilega á næstu sölu eftir viðskifti við Skodann á milli ljósa...  ef það var eitthvað sem menn þoldu ekki þá var það að vera við hlið eða aftan Skoda.  he he...
  Það var ekki hægt að sjá neitt við Skodann sem gaf tilefni til að hann væri ekki bara 55 hö. venjulegur 1300cc.

Draumurinn var að setja 125 fiat special aftan í Fiat 600 það var uppskrift uppá sléttar 13.  og eyðslu undir tvinnbíl...

Kv. Valur sofandalegur....

     

1965 Chevy II:
Góður Valur,nú hefði verið gaman að fá myndir með þessu  8-) Jenni Herlufs átti litla Toyotu með 350 sbc  8-)

Ramcharger:
Ég sá í blaði sem ég á (Migthy mopars) svona algjöran sofara.
Það er "66 Coronet 4ja dyra algjörlega í taxicap útliti
nylon skífur og dogdish hupcaps.
En undir húddinu var hemi og það var ekkert
sem benti til þess að þessi skessa væri þarna
en ekki 318 eða 361 8-)
Las að það hefðu verið bara 2 framleiddir :shock:

http://www.flickr.com/photos/splattergraphics/2869798986/

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version