Kvartmílan > Alls konar röfl
Hvað er svona mekilegt við það........
eva racing:
Hæ.
Oft dettur maður um þessa setningu. "hvað er svona merkil....."
Þetta er einhver uppeldisgalli hjá okkur mörlandanum þessi hroki/yfirlæti að geta ekki samglaðst með einhverjum sem finnst hann hafa verið að gera vel. Oftar en ekki er tegundarígur inní þessu að maður tali ekki um V-8 vs allir hinir....
Að sjálfsögðu er og verður alltaf "rígur" á milli manna og það er annað að gera góðlátlegt grín við félagana.
Einhventíma í gamla daga fór gamall vinur minn 9.95 á gömlum Dart með rétt rúmlega 400 cid og menn sögðu "so??" Svo fór annar stórhöfðingi
sama tíma á Novu sem var léttari og vel á sjötta hundrað CID. og það var svo merkilegt, að á tímabili átti að taka upp nýtt tímatal.
Svo var tíminn á Novunni bættur verulega og ég man í eitt skifti þegar hann náði nýju meti/personal best að þá komu einhverjir norlenskir táningar til mín og sögðu "nú ert svekktur" ??? Þeir fengu nú smá "föðurlegt" tiltal um að samgleðjast með öðrum.
Svo fór Kiddi í 140 mph á sínum kappakstursbíl og WOOOOOWW. en svo fór Kjartan sama hraða á 4 cyl MMC götubíl og þá kom "so??"
Svo þetta þegar einhver kemur og spyr mann hvað áttu best? og maður segi 9.14 og þá er næsta spurning hvað fara þeir best í USA og maður svarar 4.?? og þá kemur "hrummfff"
Kannski lenda þeir sem eiga Piper cup/Chessna flugur í þessu " F-15 kemst í MACH 3" ........
Eigum við sem erum spjallverjar hér að prufa næast þegar einhver nár góðum árangri og sínu besta að óska honum til hamingju og samgleðjast með honum í stað þess að það komi "so??"
Ég er ekki að tala Þetta til neins sérstaks heldur meira svona að minna fólk á að það er munur á félagagríni eða leiðindum.
kær vinakveðja og "Öll dýrin í .....".
Valur Vífilss (sennilega að meyrna með aldrinum)
Einar Birgisson:
heheh rétt rúmlega 400cid ! er það þá ekki 413 eða kannski 426 wedge !
eva racing:
Hæ
Sæll félagi, gott að sjá að þú ert "á meðal okkar".
sko þetta er allt hvernig sagt er frá því... þegar þú kemur aftur og ferð 201 mph. þá geturðu sagt "þórður fór hundrað og eitthvað en ég er kominn á þriðja hundraðið.". He he. það er snökktum meiri munur en "tvær mílur"
Einsog þú veist eru góðir sögumenn að deyja út ( djö.. SMS og snjáldurskjóður)
kveðja Valur Vífilss
1965 Chevy II:
Góður póstur og margt til í þessu,ég man nú samt ekki eftir að hafa heyrt "so" þegar Kjarri fór 140+
en ég man eftir að hafa heyrt holy shit nokkrum sinnum ! 8-)
Racer:
mér finnst nú merkilegt þegar menn bætta sitt persónulega met en þegar menn eru alltaf á sama tíma en aðeins að auka hraðann með nýju setup finnst mér ekki alltaf það merkilegt.
annars finnst mér alltaf skemmtilegt að sjá japönsku fara á svipuðum tíma og hraðskreiðir amerískir og finnst það merkilegra en einhver dart með 400 cubic að fara á 9.95 sec :D þó dart-inn á nú skilið hrós að ná þeim tíma.
annars er mitt persónulegt mat að það er svakalegt fjör að sjá small block taka big block og sjá stóru cubic menn byrja að röfla :)
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version