Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
98 okt. Bensín hjá Esso
Arni-Snær:
Þar sem ég get ekki postað inná Almennu spjalli þá langaði mig til að benda á að ég tók 98 okt bensín uppá Ártúnshöfða eftir umrædda helgi, ég hef áður tekið 98okt og það hefur verið í lagi. Ég tek semsagt bensín þarna, fyrst á 2 brúsa þar sem bíllinn var bensínlaus og aftur þegar ég kem uppá stöð, ég keyri útaf stöðinni og þá kemur þetta hrikalega kveikjubank hjá mér. Ég er reyndar með 12.25 í þjöppu en ég gat áður notað 98okt en í þetta skipti var það allt annað en í lagi. Ég fór til öryggis og fékk skráð hvenær ég tek bensínið þar sem ég er að dæla 98 á myndavél og þar sem ég borga til þess að fá það staðfest að ég hafi ekki ruglast á dælu sem ég gerði ekki. Ég lét vita af þessu en ég þurfti að tappa öllu af hjá mér. Ég vona að ég hafi ekki skemmt eitthvað, það gengur hreinlega ekki að geta ekki treyst því að bensínið sem maður er að taki sé það sem það á að vera, sérstaklega ef maður er alveg á mörkunum.
1965 Chevy II:
Þú ert nú í línudansi með 98okt með svona háa þjöppu,ég myndi ekki nota neitt nema 100okt (100LL flugvélabensínið) með svona háa þjöppu.
Kiddicamaro:
98 okt er vonlaust fyrir svo háa þjöppu.þú nærð ekki að flýta kveikunni nóg til að þetta sé að skila sér.ég var með 12,2 og ég náði kveikuni ekki upp fyrir 33-34 gráður á 98 okt.og að lokum stóð stönginn niður úr pönnuni hjá mér. :cry:.ég myndi ekki fara mikið upp fyrir 11 á dælubensíni
Arni-Snær:
Ég er að prufa 100LL núna.... Það virðist vera fínt.
1965 Chevy II:
Í usa setja margir smá slúmp af tvígengisolíu út í 100LL sem smurningu,það má svo sem vera að það sé búið að setja bætiefni útí hér fyrir almenna sölu.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version