Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

98 okt. Bensín hjá Esso

<< < (2/4) > >>

Arni-Snær:
Það er svo rosalega misjaft hvað menn eru að segja, sumir segja að 100LL sé mjög fínt en aðrir segja mér að nota frekar 98 því 100LL sem selt er á dælu sé gamalt bensín, svo hef ég líka lesið á netinu að AV100LL sé sniðugt því það skipti ekki máli þótt það sé gamalt eða ekki útaf blýi.  Er einhver með reynslu af þessu bensíni á vél með háa þjöppu?

baldur:
Tja 100LL ætti að eldast betur heldur en 98 vegna þess að oktanaukandi efnin í 98 oktana bensíninu eru rokgjörn og gufa frekar upp heldur en blýið sem er helsta oktanbæti efnið í 100LL.

Ziggi:
Ætti klúbburinn ekki bara að kaupa svona græju? Og þá er enginn vafi á ferð.

http://www.shatox.com/octanemeter.html

http://www.mastrad.com/octan.htm


Kv. Sigurður Óli

1965 Chevy II:
Ég var að nota 100LL með 13 í þjöppu,grófasta dæmi sem ég fann þegar ég var að stússast í þessu var 13.8 í þjöppu á small block chevy með flat top stimpla og 500hp skot af nítrói,hann notaði þann mótor í mörg ár að eigin sögn.
Baldur hefur líka rétt fyrir sér með að geymsluþol 100LL er mjög gott og ástæðan fyrir því að menn tala um að það sé gamalt er örugglega komin af því að þetta er "gamalt" flugvélabensín,
en kröfur um eldsneyti á flugvélar eru eðlilega mjög strangar og 100LL fær bara ákveðin tíma á vellinum áður en því er skellt á dælu í við öskjuhlíðina.

Það er mælt með að stækka jetta um 1 til 2 númer frá því sem þú ert með á venjulegu eldsneyti

Það væri gaman að vita hvort shell bæti smurefnum í 100LL áður en það fer á dælu,það er það eina sem vantar í 100LL,smá smurefni.

Hér er góð grein sem ég hef haldið upp á, sem pdf viðhengi.

Lindemann:

--- Quote from: Ziggi on July 12, 2010, 21:55:15 ---Ætti klúbburinn ekki bara að kaupa svona græju? Og þá er enginn vafi á ferð.

http://www.shatox.com/octanemeter.html

http://www.mastrad.com/octan.htm


Kv. Sigurður Óli

--- End quote ---

hefur einhver hugmynd um hvað svona græjur eru að kosta mikið??

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version