Author Topic: VARÚÐ 98OKT Bensínið á N1 við lækjargötu í Hfj er ónýtt  (Read 15128 times)

Offline Guðmundur Þór Jóhannsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 455
    • View Profile
Eina sem að ég veit er að Lolli tók 98okt á rauða Eclipse'inn upp á N1 í Ártúnsbrekkunni á laugardaginn og það var í lagi.
Guðmundur Þór Jóhannsson
(Gummi 303)

Offline SPRSNK

  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.807
    • View Profile
Takk fyrir

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Já ég kaupi ýmisst 98 á N1 Ártúnsholti eða Olís Álfheimum, aldrei lent í veseni.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Buzy84

  • In the pit
  • **
  • Posts: 57
    • View Profile
Ég tók í Olis Mjódd í gær 98okt og fínt power, hinsvegar er pústið orðið hvítt :S ?? afhverju er það ? sá þetta stundum þegar ég tók 100okt uppá bildshöfða ??

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Pústið verður oftast hvítt af blýbensíni. Einkennilegt þar sem að þetta 98 oktan sem selt er á að vera blýlaust.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Olafur_Orn

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 21
    • View Profile
Ég hef verið á 98' okt, 99' V-Power, 95' Okt og 95' V-Power og mér fynnst bíllinn minn alveg lang
bestur á 95' V-Power.. En á móti kemur að ef ég þrykki í S eða Steptronic stillingu þá fynnst mér hann
tregur við að skipta, Ekki jafn snöggur og í D - inu.

Getur einhver sagt mér hvers vegna þetta er? Er það skiptingin eða er bensínið að hafa svona áhrif.


P.s. Glatað að heyra þetta með 98' á N1 Lækjargötu :( Verslaði nánast alltaf þar.  :evil:

Offline Hermann N1

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 3
    • View Profile
Góðan daginn

Við hjá N1 hófum rannsókn á öllu 98 oktana bensíni eftir að hafa heyrt af þeirri umræðu sem hér fer fram.
Okkar rannsókn náði til allra útsölustaða og birgðageyma í Örfirisey.

Í stuttu máli þá er bensínið í fullkomnu lagi og stens alla staðla sem slík vara á að uppfylla.
Fyrir utan þá umræðu sem hér fer fram þá eru fjölmargar bifreiðar sem kaupa þetta bensín á hverjum degi og hafa ekki fundið fyrir neinum vandamálum.
Við höfum ekki svör við því hvernig stendur á þeim gangtruflunum sem hér er lýst en það geta fleiri en ein ástæða.

Allt bensín bæði 95 og 98 oktana bensín er efnabætt í okkar birgðastöðvum og er eingöngu selt sem slíkt. Þetta hefur verið gert síðan 2003.

Við tökum það mjög alvarlega ef að upp koma vandamál með eldsneyti og því hvetjum við alla þá sem telja sig hafa keypt gallaða vöru að vera í sambandi við okkur og við munum fá botn í málið hvers kyns er.

Virðingarfyllst

Hermann Guðmundsson
Forstjóri N1
Hermann Guðmundsson
Forstjóri N1

Offline Lindemann

  • Certified safety inspector
  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 538
    • View Profile
Er hægt að mæla þjöppuþol eldsneytis hér á landi?
Kv. Jakob B. Bjarnason

Offline Hermann N1

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 3
    • View Profile
Við sendum slíkar rannsóknir til Rotterdam.

Hermann
Hermann Guðmundsson
Forstjóri N1

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Takk fyrir upplýsingarnar Hermann,ég tók 98okt í gær á Lækjargötunni og ég get ekki fundið
neitt að því,reyndar er ég ekki með nema 10.25:1 í þjöppu og enga túrbínu eða slíkt.

Þess má geta að hjá Bogga á Rx8 var það ekki eldsneytið sem var að hrjá hann heldur bilaður nos window switch,
Ingó aftengdi hann eftir keppni og þeir fóru prufuferðir og allt virkaði sem skildi.

.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Daníel Hinriksson

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 148
    • View Profile
Sælir,

ég lenti í því að taka bensín á Supruna eins og Gummi sagði hér frá fyrr í þræðinum og sem betur fer þá vorum við akkúrat á leiðinni að stilla bílinn og sáum að ekki var allt í lagi...

En ég hafði samband við Herbert í N1 sem sér um að rannsaka bensínið og hann sagði mér að það væri ekkert að þessu bensíni. Þegar ég spurði hann hvernig stæði þá á því að við hefðum nokkrir lent í sama vandamáli á svipuðum tíma og það strax eftir að við tókum bensínið á þessari stöð þá varð hann bara pirraður og nennti varla að tala við mig! Hann sagði að á meðan það rigndi ekki yfir þá kvörtunum þá yrði ekkert meira gert í þessu máli! Ég reyndi að útskýra fyrir honum að þetta vandamál kæmi ekkert fram í venjulegum bílum og þá aðalega vegna þess að fólk hefur ekki hugmynd um að bíllinn sé að forkveikja og í venjulegum bílum þá seinkar bara vélartölvan kveikjunni ef hún skynjar forkveikju.... Ég sagði honum að það væri klárt mál að þetta bensín væri ekki að ná þessari okt. tölu sem það ætti að vera og það langt frá því! Þegar ég sagði honum síðan að ég hefði tappað bensíninu af bílnum og hvort þeir myndu þá getað endurgreitt það þá spurði hann hvort ég ætti ekki einhvern annan bíl sem ég gæti sett það á!

En ég nenni nú ekki að skrifa allt eftir honum hér en eftir þetta samtal við hann Herbert þá varð mér allavega ljóst að þeir eru ekkert að taka okkur trúanlega vegna þess hvað við erum fáir sem eigum öfluga túrbóbíla sem höfum græjur til að fylgjast með því hvað er að gerast í mótorinum í rauntíma!

Hér eftir hald ég að það sé best að láta vita hér á spjallinu ef menn lenda í svona veseni svo við getum sniðgengið þær bensínstöðvar, því eftir að sjá hvernig þeir taka á svona málum þá er ég viss um að þeir færu nú alldeilis ekki að borga þér fyrir ónýtan mótor vegna ónýts bensíns!!!!!  :evil:
Kveðja Daníel Hinriksson.

Chevrolet Camaro´78 sbc383

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út út samanburði á Shell 95Vpower ef Gummi kemst í að prufa það.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Hermann N1

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 3
    • View Profile
Sæll Daníel

Það væri fróðlegt að vita hvaða bensín þú notar dags daglega á þennan bíl og hvað á að breytast við að taka 98okt?

Til fróðleiks þá erum við að skoða með að framleiða race bensín sem væri vel yfir 100 oktane. Verði það klárað með ásættanlegum árangri þá látum við vita hér á spjallinu.

kv. Hermann N1
Hermann Guðmundsson
Forstjóri N1

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile

Til fróðleiks þá erum við að skoða með að framleiða race bensín sem væri vel yfir 100 oktane. Verði það klárað með ásættanlegum árangri þá látum við vita hér á spjallinu.

kv. Hermann N1
Það væri frábært :smt023
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Daníel Már

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 431
  • Turbooo
    • View Profile
Fáum bara E85 á dælurnar og þá væru allir sáttir :D
Daníel Már Alfredsson

Evo 3
60ft 1.660
1/8 7.52 @ 92mph
1/4 11.72 @ 115mph

Civic Type R
60ft. 1.993
1/8. 8.311 @ 86.37
1/4. 12.861 @ 109mph

Evo 9
60ft. 1.587
1/8. 7.118 @ 95.75mph
1/4. 10.968 @ 133.54mph

Offline Daníel Hinriksson

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 148
    • View Profile
Sæll Daníel

Það væri fróðlegt að vita hvaða bensín þú notar dags daglega á þennan bíl og hvað á að breytast við að taka 98okt?


Til fróðleiks þá erum við að skoða með að framleiða race bensín sem væri vel yfir 100 oktane. Verði það klárað með ásættanlegum árangri þá látum við vita hér á spjallinu.

kv. Hermann N1


Sæll Hermann

Ég notaði alltaf 99okt. v-power en þar sem það er ekki lengur í boði þá færði ég mig yfir í 98okt. og það var ekkert verra en v-powerið en þetta er í fyrsta skipti sem ég lendi á lélegu bensíni.

En munurinn á þessu með oktane töluna er hversu mikið ég get látið túrbínuna blása. Á 98okt. þá er hún að blása allt að 20psi. en svo hef ég notað bensín frá Sunoco sem heitir Max Nos og er 119okt. (119RON,113MON). Þá er hægt að auka boostið í 35psi. En það er ekki þörf á svo hárri oktane tölu en ég á eftir að sjá hvað ég kemst neðarlega með hana, hugsa að ca.110okt sé meira en nóg.

Það væri frábært framtak ef þið færuð að bjóða uppá race bensín ef það væri á góðu verði!  =D>
Kveðja Daníel Hinriksson.

Chevrolet Camaro´78 sbc383

Offline Kjarri

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 47
    • View Profile
Ég lenti í sama vandamálinu í fyrra á sömu stöð... Tappaði því af og tók svo 98 niðrá n1 hringbraut þar sem ég hafði tekið áður og var það í lagi þar.

Ég hafði samband við n1 um þetta, þeir sögðust ætla taka sýni af 98okt dælunum á lækjargötu síðan var haft samband við mig og sögðu þeir að bensínið væri í lagi en ég var ekki sammála þeirri niðurstöðu og vildi í það minnsta fá þessa ca.40l bætta, bauðst til að skila þeim sullunu sem ég var með á brúsum.

Þeir vildu ekkert gera fyrir mig..... Þannig að ég nennti ekki að standa í þessu röfli við þá fyrst ekkert mark var tekið á manni, en núna er hópur viðskiptamanna að kvarta og sama sagan er að endurtaka sig.....

Núna er maður alveg búinn að missa áhugan á að versla eldsneyti af þessu fyrirtæki og ætla ég að ráðleggja mönnum að færa viðskipti sín annað.

Kv,
Kjartan V.
Kjartan Viðarsson
663-7147

True Performance.

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Kom fyrir mig 2007 minnir mig á sömu stöð og líka í Kóp,það er greinilegt að tankurinn á þessari stöð er ekki að funkera með öndun eða þá að bætiefnin sem þið setjið í sé ekki að blandast nægilega vel en sennilega er það þessi tankur eða einfaldlega að þetta er næsta stöð við brautina og allir taka bensín þar

Nennti ekki að kvarta heldur ætti viðskiptum við N1
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline Daníel Hinriksson

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 148
    • View Profile
Ég hafði samband við n1 um þetta, þeir sögðust ætla taka sýni af 98okt dælunum á lækjargötu síðan var haft samband við mig og sögðu þeir að bensínið væri í lagi en ég var ekki sammála þeirri niðurstöðu og vildi í það minnsta fá þessa ca.40l bætta, bauðst til að skila þeim sullunu sem ég var með á brúsum.

Þeir vildu ekkert gera fyrir mig..... Þannig að ég nennti ekki að standa í þessu röfli við þá fyrst ekkert mark var tekið á manni, en núna er hópur viðskiptamanna að kvarta og sama sagan er að endurtaka sig.....

Núna er maður alveg búinn að missa áhugan á að versla eldsneyti af þessu fyrirtæki og ætla ég að ráðleggja mönnum að færa viðskipti sín annað.

Kv,
Kjartan V.

Það væri gaman að vita hvað þarf marga til þess að kvarta þannig að tekið sé mark á okkur!!

Ég er með 55lítra af ónýtu sulli í tunnu og þori ekki að setja þetta á annan bíl og ekki vildu þeir endurgreiða mér það!!

Kveðja Daníel Hinriksson.

Chevrolet Camaro´78 sbc383