Kvartmílan > Almennt Spjall

VARÚÐ 98OKT Bensínið á N1 við lækjargötu í Hfj er ónýtt

<< < (4/12) > >>

Sterling#15:
Talaði við Hermann forstjóra N1 og þeir eru að láta ransaka bensínið á þessari stöð.  Ef eitthvað er athugavert verður það bætt.  Hann ætlaði að setja niðurstöðurnar hér inn á spjallið.  98 okt bensínið frá Olís er keypt af N1 svo það er sama bensínið.  Eg hef ekki verið í neinum vandræðum með 98 okt N1, reyndar ekki keypt á þessari stöð en hann sagði mér að bensínið kæmi ekki alltaf frá sömu olíuhreinsunarstöðinni og væri misgott en þessvegna bættu þeir alltaf sínum efnum út í það til að fá sinn standard og hann sagði mér að þetta skipti þá miklu máli að þessir hlutir væru í lagi enda margir bílaáhugamenn sem vinna þarna hjá N1

1965 Chevy II:
Flott hjá þér Hilmar að fara beint í toppinn með þetta,það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr prufunni.

Guðmundur Þór Jóhannsson:
Þetta kom upp á laugardeginum líka þess vegna var ég fljótur að kveikja á perunni þegar að Óli (Buzy) fór að tala við mig um þetta á sunnudeginum.

En sem sagt á laugardeginum þá var meiningin að stilla Supruna hans Danna, en það var alveg sama hvað við gerðum, lækkuðum kveikjuna um 6 gráður og svo var ég að monitora knock og við sáum jafnvel knock í 4psi blæstri, en áður var verið að blása 15psi sem að var mjög safe og ekkert vandamál með.

Þetta er samt ekki í fyrsta skipti sem að ég lenndi í þessu á þessari tilteknu stöð því þetta kom upp í fyrra hjá okkur Kjarra.
Þá vorum við nýbúnir að klára stilla Evo'inn hans og svo fór hann beint og tók 98 þarna á Lækjargötunni og bílinn fór strax að láta eins og kjáni.
Hann tappaði bensíninu af og fór með það til N1 sem sögðust hafa rannsakað það og það væri allt í góðu með bensínið, en það getur ekki verið þar sem að við sáum þetta alveg greinilega í vélartölvunni og á knockinu.
Einnig þá lagaðist vandamálið eftir að 98okt var keypt annarsstaðar, án nokkurra annara breytinga, en það var alveg sama hvað við reyndum að segja og útskýra N1 sagði að þetta sem var keypt á Lækjargötunni væri í lagi.

kv
Gummi

Guðmundur Þór Jóhannsson:

--- Quote from: Kiddi on July 06, 2010, 01:21:29 ---Það væri skemmtilegt að fá fleiri reynslusögur um 95 v-power'ið.

--- End quote ---

Ég er allavega búinn að ákveða að taka samanburð í tvemur bílum á milli 95 v-power og 98okt til að sjá hver raunverulegur munur er í kveikju flýtingu og blæstri.
En eins og flest í kringum mig þá eru þetta blásnir 4 bangers, það væri gaman að heyra frá einhverjum öðrum sem hefur datalogging / tuning möguleika til að monitora knock ofl.

kv
Gummi

SPRSNK:
Hvar ráðleggið þið snillingarnir þá 98 okt. bensínkaup á þessarri stundu?

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version