Núna er sjálfskiptingin í Camaronum mínum farin í hönk, 1500 km eftir að ég lét taka hana upp.

Ég veit vel að þetta eru ekki sterkar skiptingar en það er nú heldur slappt ef nýupptekin skiping þolir ekki 1500 km af nokkuð léttum akstri (ekkert hringspól eða svoleiðis).
Svo ef þið vitið um einhvern stað sem þið mynduð treysta fyrir svona skiptingu, bendið mér á!
Ég vil helst geta keyrt þennan bíl frá A-B án þess að skiptingin geri upp á bak einu sinni á ári.

Ég á að vísu eftir að ræða betur við nokkra aðila, en þangað til....