Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Rauð Nova

(1/2) > >>

Moli:
Hvaða Nova er hér á siglingu eftir brautinni?  8-)

Skúri:
Er þetta ekki Novan sem Sigurjón Haraldsson átti og var svo seinna máluð svört og hvít.

10,98 Nova:
Nei þetta er ekki Novan sem Sigurjón Haralds átti hún var blá, Það var til mynd af henni einhverstaðar á spjallinu.  Man ekki nafnið á þeim sem átti þessa en hann vann hjá Bílabúð Benna á þessum tíma og keppti áhenni eitt eða tvö sumur.

Kv Benni

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Sá sem að átti þessa "Novu" og ók henni þarna á myndinni heitir Edvard.
Hann keypti þennan bíl eftir að hann eyðilagði aðra "Novu" sem að hann átti þegar hún flaut upp í bleytu og lenti á stólpunum á brúnni við Ártúnsbrekkuna.
Eddi var að keyra Elliðavogin þar var risatór og djúpur pollur, bíllinn flaut upp og lenti á stólpunum.

Hann fékk þessa "Novu" fyrir lítið, lagaði hana til flutti kramið yfir og keppti síðan á bílnum.
Þessi bíll var að mestu leiti settur saman í skúrnum hjá mér, en hvað varð síðan af honum þegar Eddi seldi hann veit ég ekki.

Eins og Benni skrifaði hér að ofan þá var keppt á bílnum í sennilega tvö sumur, en það er eins og mig mynni að hann hafi aldrei verið settur á númer. :???:

Kv.
Hálfdán. :roll:

954:
Rifinn á Húsavík ´87. Síðast í eigu bróður míns með 307+350

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version