Samkvæmt reglum um stock flokk segir.
1.1.2 Í
standardflokki eru mjög takmarkaðar breytingar leyfðar,eingöngu er
heimilt að nota powercommander, slipon og þá jetun í blöndungshjólum.Heimilt... er
... að breyta gírun og taka útstæða hluti af hjólum, þ.e. spegla, stefnuljós,
númerabracket o.þ.h.
Allar aðrar breytingar eru óheimilar.
Bannað er að nota lengingar, strappa, rafskifta og annan hjálparbúnað
sem ekki telst til hefðbundinnar notkunnar í götuakstri.Nota
skal eingöngu dælubensín án íblöndunarefna.
Eins og alltaf þá eru glufur á þessum reglum og túlkanir á reglum misjafnar.
Samkvæmt því sem lesa má úr þessum reglur segir að allar breytingar eru bannaðar sem ekki eru teknar sérstaklega fram og allur aukabúnaður bannaður.
Við teljum að það þurfi að endurskoða orðalag og skýra betur út reglur í þessum flokkum.
Þegar þessi flokkur var stofnaður var markmiðið að menn gætu komið á stock hjólum af götunni og keppt á jafnréttisgrundvelli án þess að þurfa hafa með sér
fulla tösku af verkfærum og annað tilheyrandi til að rífa úr hjólunum hluti til að auka hestöfl eða aðrar breytingar.
Powercommander og slipon var hinsvegar leyft þar sem mörg þessara hjóla eru komin með þennan búnað
og aflaukningin ekki svo stórvægileg að röskun sé á jafréttisgrundvelli.
Það að droppa hjólum í demparabúm, fjarlægja loftsíur og stakka gerir ekkert nema fæla menn frá þessum flokki, menn sem eru margir nýir í sportinu.
Við teljum óeðlilegt að hjól í I flokki (stock) sé nær hjólum í J (modd) flokki í endahraða en öðrum hjólum í sama flokki og megi keyra með kveikjuútsláttarrofa
sem er klárlega aukabúnaður.
Við viðurkennum fúslega að okkar menn droppuðu á síðasta ári enda voru öll hjól í fyrra meira og minna modduð á gráu svæði.
Fyrir þetta ár tókum við afstöðu þess að senda eingöngu 100% stock hjól til keppni og er ekkert þeirra hjóla sem keppti fyrir okkur í
fyrstu keppni til islandsmeistara með modd. Öll hjólin eru 100% stock án PC111 og slip on, með spegla og númeraplötur.
Við munum halda áfram að keyra á óbreyttum hjólum í þessum flokk en ætlumst ekki til að slipon og PC verði bannað.
Einnig teljum við skoðun á hjólum vera til skammar, það er algjört lágmark að sá sem kemur og skoðar þekki muninn á lengdu hjóli og ólengdu. Skoðun á hjólum
fyrir keppni þarf að vera betri og sá sem skoðar þarf að vita hvaða reglur eru í gangi í hverjum flokk fyrir sig.
Fyrir þá sem ekki vita þá virkar kæruferlið ekki sem skildi og engin grundvöllur fyrir því að kæra þar sem niðurstaðan er bara kostnaður, tíma eyðsla og ekki síðst peningaeyðsla.
PS: Þessum pósti er beint til Stjórnenda KK og Hjóladeildar MSÍ.