Author Topic: Reglugerð og skoðun.  (Read 5407 times)

Offline 67 Racing

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 3
    • View Profile
Reglugerð og skoðun.
« on: June 03, 2010, 14:36:08 »
Samkvæmt reglum um stock flokk segir.

1.1.2 Í
standardflokki eru mjög takmarkaðar breytingar leyfðar,eingöngu er
heimilt að nota powercommander, slipon og þá jetun í blöndungshjólum.Heimilt... er
... að breyta gírun og taka útstæða hluti af hjólum, þ.e. spegla, stefnuljós,
númerabracket o.þ.h.

Allar aðrar breytingar eru óheimilar.

Bannað er að nota lengingar, strappa, rafskifta og annan hjálparbúnað
sem ekki telst til hefðbundinnar notkunnar í götuakstri.Nota
skal eingöngu dælubensín án íblöndunarefna.

Eins og alltaf þá eru glufur á þessum reglum og túlkanir á reglum misjafnar.

Samkvæmt því sem lesa má úr þessum reglur segir að allar breytingar eru bannaðar sem ekki eru teknar sérstaklega fram og allur aukabúnaður bannaður.

Við teljum að það þurfi að endurskoða orðalag og skýra betur út reglur í þessum flokkum.

Þegar þessi flokkur var stofnaður var markmiðið að menn gætu komið á stock hjólum af götunni og keppt á jafnréttisgrundvelli án þess að þurfa hafa með sér
fulla tösku af verkfærum og annað tilheyrandi til að rífa úr hjólunum hluti til að auka hestöfl eða aðrar breytingar.
Powercommander og slipon var hinsvegar leyft þar sem mörg þessara hjóla eru komin með þennan búnað
og aflaukningin ekki svo stórvægileg að röskun sé á jafréttisgrundvelli.

Það að droppa hjólum í demparabúm, fjarlægja loftsíur og stakka gerir ekkert nema fæla menn frá þessum flokki, menn sem eru margir nýir í sportinu.
Við teljum óeðlilegt að hjól í I flokki (stock) sé nær hjólum í J (modd) flokki í endahraða en öðrum hjólum í sama flokki og megi keyra með kveikjuútsláttarrofa
sem er klárlega aukabúnaður.

Við viðurkennum fúslega að okkar menn droppuðu á síðasta ári enda voru öll hjól í fyrra meira og minna modduð á gráu svæði.
Fyrir þetta ár tókum við afstöðu þess að senda eingöngu 100% stock hjól til keppni og er ekkert þeirra hjóla sem keppti fyrir okkur í
fyrstu keppni til islandsmeistara með modd. Öll hjólin eru 100% stock án PC111 og slip on, með spegla og númeraplötur.
Við munum halda áfram að keyra á óbreyttum hjólum í þessum flokk en ætlumst ekki til að slipon og PC verði bannað.

Einnig teljum við skoðun á hjólum vera til skammar, það er algjört lágmark að sá sem kemur og skoðar þekki muninn á lengdu hjóli og ólengdu. Skoðun á hjólum
fyrir keppni þarf að vera betri og sá sem skoðar þarf að vita hvaða reglur eru í gangi í hverjum flokk fyrir sig.

Fyrir þá sem ekki vita þá virkar kæruferlið ekki sem skildi og engin grundvöllur fyrir því að kæra þar sem niðurstaðan er bara kostnaður, tíma eyðsla og ekki síðst peningaeyðsla.

PS: Þessum pósti er beint til Stjórnenda KK og Hjóladeildar MSÍ.

Offline Unnar Már Magnússon

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 148
    • View Profile
Re: Reglugerð og skoðun.
« Reply #1 on: June 03, 2010, 22:28:29 »
Skemmtilegar pælingar og það er greinilega nauðsynlegt að fá nánari úskýringu á ýmsu sem snertir þessar reglur.

Eitt situr þó í mér með þetta innlegg, að það sem var talið leyfilegt í fyrra af öllum er núna ekki æskilegt? Við þurfum þá klárlega einnig að endurskoða Íslandsmetið sem stendur í flokknum ef að við ætlum að njörva niður það sem að "mátti" gera í fyrra en ekki í dag.

Það er eitt hjól í standard flokki 1000cc sem er með útsláttarrofa fyrir eldsneytið og tengist sá rofi beint í PowerCommanderinn, þessi búnaður er leyfilegur í superstock hjá FIM og AMA þar sem að rafskiptar eru bannaðir. Það hefur verið mitt mat að þetta ætti að flokka á sama hátt. En ég er alls ekki að segja að svo sé rétt og væri gott að fá úr því skorið. Það hefur aldrei verið sett út á þetta fyrr, ekki frekar en það að Íslandsmetið sem sett var af vini mínum og meðlimi 67 Racing var með svo kallaðri Y pípu sem er EKKI hluti af slip-on kerfi heldur tekið af fullu race kerfi og gerir það að verkum að hvarfakútur er fjarlægður.

Þar sem að þessi umræða er komin upp þá tel ég að það yrði frábært ef hægt væri að fá fund með keppendum og þeim sem sömdu þessar reglur og njörva þetta niður til að hafa flesta sátta þannig að við getum eytt okkar orku í að hafa smá gaman af þessu í stað þess að rægja hvern annan og eyðileggja þann góða móral sem verið hefur upp á braut.

Það breytir því samt ekki að þó að hjólið sem um ræðir verði án útsláttarrofans og með loftsíu og efri stacka að það fer samt sem áður á 145-148 mílum í endahraða. Það er einfaldlega vegna þess að það skilar 170 hestöflum í afturdekk.
« Last Edit: June 03, 2010, 22:30:37 by Unnar Már Magnússon »
Unnar Már Magnússon
9.73@150 ZX-12R stock wheelbase N/A
9.37@150 CBR1000RR extended wheelbase N/A

Offline 67 Racing

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 3
    • View Profile
Re: Reglugerð og skoðun.
« Reply #2 on: June 04, 2010, 19:02:58 »
Það breytir því samt ekki að þó að hjólið sem um ræðir verði án útsláttarrofans og með loftsíu og efri stacka að það fer samt sem áður á 145-148 mílum í endahraða. Það er einfaldlega vegna þess að það skilar 170 hestöflum í afturdekk.

Get ég þá vitnað í það með þinni vitneskju að tvö önnur hjól sem hafa bæði keppt í þessum flokki sem mælast ,,tæplega" 170 / 167+ hestöfl fara ekki nema 140 til 142 mílur í endahraða á mjög góðum degi með 50 kg mann óskitinn og nýbúinn að slafra í sig Hlöllabát, vantar þá talsvert uppá þann hraða sem 170 hestöfleru eru greinilega að skila. Gæti ég trúað að þú vitir kannski meira um málið þar sem þú mældir og moddaðir öll þessi þrjú hjól.

En aftur á móti setjum við okkur ekki upp á móti því að hjólið er sennilega kraft mikið og ökumaðurinn góður. Hinsvegar viljum við að þessar reglur verði endurskoðaðar og nelgdar niður því þeir sem eru að koma inn í þennan flokk eru ekki að fara neitt annað en út úr honum aftur því til þess að eiga möguleika þá þurfa þeir að fara fjárfesta í einhverjum hjálparbúnaði sem er leyfður einhverstaðar út í heimi, og hafa með sér pit mann til að droppa hjólinu og rífa síur úr ofl bull sem ekki á heima í stock flokki.

Offline Unnar Már Magnússon

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 148
    • View Profile
Re: Reglugerð og skoðun.
« Reply #3 on: June 05, 2010, 03:25:33 »

Get ég þá vitnað í það með þinni vitneskju að tvö önnur hjól sem hafa bæði keppt í þessum flokki sem mælast ,,tæplega" 170 / 167+ hestöfl fara ekki nema 140 til 142 mílur í endahraða á mjög góðum degi með 50 kg mann óskitinn og nýbúinn að slafra í sig Hlöllabát, vantar þá talsvert uppá þann hraða sem 170 hestöfleru eru greinilega að skila. Gæti ég trúað að þú vitir kannski meira um málið þar sem þú mældir og moddaðir öll þessi þrjú hjól.

Hvada 2 hjol eru thad fyrir utan hjolid hja Reynir? 


En aftur á móti setjum við okkur ekki upp á móti því að hjólið er sennilega kraft mikið og ökumaðurinn góður. Hinsvegar viljum við að þessar reglur verði endurskoðaðar og nelgdar niður því þeir sem eru að koma inn í þennan flokk eru ekki að fara neitt annað en út úr honum aftur því til þess að eiga möguleika þá þurfa þeir að fara fjárfesta í einhverjum hjálparbúnaði sem er leyfður einhverstaðar út í heimi, og hafa með sér pit mann til að droppa hjólinu og rífa síur úr ofl bull sem ekki á heima í stock flokki.

Eg er thvi alveg sammala ad thad thurfi ad skilgreina betur hvad ma og hvad ma ekki, varla verdur tho adstodarmadur bannadur ;) Thad er samt klart mal ad their sem eru tilbunir ad leggja meira a sig geta yfirleitt nad betri arangri.

Ef ad einhverjir hafa ahuga get eg bent theim a thau atridi sem vantar til ad na betri arangri, eg get lika tekid nokkur run a theirra hjolum til ad athuga hvort ad vandamalid liggi i hjolinu eda hja okumanninum.
Unnar Már Magnússon
9.73@150 ZX-12R stock wheelbase N/A
9.37@150 CBR1000RR extended wheelbase N/A

Offline Unnar Már Magnússon

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 148
    • View Profile
Re: Reglugerð og skoðun.
« Reply #4 on: June 05, 2010, 17:46:13 »

Við teljum óeðlilegt að hjól í I flokki (stock) sé nær hjólum í J (modd) flokki í endahraða en öðrum hjólum í sama flokki

Ég var að lesa þetta innlegg betur og það er rétt hjá þér að það er óeðlilegt að hjól í J (modd) flokki skuli ekki vera með meiri endahraða? Því að hjólið hjá Sigga Árna sem er eins hjól og Reynir er á í (I) stock flokki en er moddað af mér er að fara 160 mílur í endahraða á meðan Reynir er aðeins að fara mest 148 mílur í endahraða?  :roll:
Unnar Már Magnússon
9.73@150 ZX-12R stock wheelbase N/A
9.37@150 CBR1000RR extended wheelbase N/A

Offline 954

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 120
    • View Profile
Re: Reglugerð og skoðun.
« Reply #5 on: June 06, 2010, 23:33:20 »
Sælt veri fólkið.

Takk fyrir málefnalegan þráð.
Skilningur nefndarinnar er sá að allur aukabúnaður sem ekki er tilgreindur sem leyfður sé bannaður. Þar með talið notkun útsláttarrofa og aftermarket Y-pípu. Varðandi lækkun á brúm þá er það talið leyfilegt svo lengi sem báðar brýr hafi fullan snertiflöt og minnsta mögulega hæð undir hjól fari ekki undir 5 cm með ökumanni eins og á hveður um í almennum reglum.
Hvort menn kjósi að nota loftsíu eður ei, er mat nefndarinnar að það sé val hvers og eins keppanda.  Varandi hvort megi breyta loftinntaki með því að fjarlægja stakka eða einhvern slíka búnað, þá getur það ekki talist eiga við þar sem hjól í standard flokki eiga að vera búin til hefðbundins götuakstur.
Nú, sjálfstillandi powercommanderar, hvort á leyfa þann búnað eður ei er vissulega á gráu svæði. Bæði þá er þetta nýr búnaður sem við höfum ekki séð í notkun og eins þá er ekkert sem segir að sá búnaður gefi eitthvað meira eða minna en eldri búnaður. Einnig þá er þetta vissulega aukabúnaður við nýjustu powercommanderana. Leggjum því til að fundað verði með keppendum um málið svo fljótt sem auðið er, en þangað til telst búnaðurinn bannaður þar sem hann er ekki tilgreindur á lista yfir það sem leyfilegt er.
Þá nokkur orð um drifrás, breytingar á gírun eru leyfilegar en að undanförnu hafa nefndarmönnum borist fyrirspurnir um hvort breyta megi keðjustærð, er það mat nefndarinnar að svo sé.
Þá vill götuhjólanefnd árétta forsendur og tilgang regluverksins um standardflokka. Standarflokkarnir voru settir upp svona í þeim tilgangi að auka aðgengi byrjenda að sportinu, gera Jóni og Páli mögulegt að mæta á sínu hjóli beint af götunni og eiga jafnan möguleika á árangi.
Vonun að þetta svari helstu spurningum sem hér er um að ræða.
Götuhjólanefnd

« Last Edit: June 06, 2010, 23:39:42 by 954 »
Ási J
Camaro 80 í vinnslu

Offline 954

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 120
    • View Profile
Re: Reglugerð og skoðun.
« Reply #6 on: June 06, 2010, 23:35:54 »
Þá viljum við benda á að netföng nefndarmanna er að finna á vef MSÍ :http://msisport.is/pages/nefndir/
Ási J
Camaro 80 í vinnslu

Offline Unnar Már Magnússon

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 148
    • View Profile
Re: Reglugerð og skoðun.
« Reply #7 on: June 07, 2010, 11:13:06 »
Takk fyrir snögg og góð svör,

Það eru nokkur atriði enn sem að mig langar að fá að vita. Nýja BMW S1000 RR hjólið er hægt að fá með ABS, spól, skrið, prjónvörn og rafskipti sem staðalbúnaði. Verður það hjól þá bannað eða sá búnaður sem í því er? Eða verður öðrum leyft að setja slíkan búnað í sín hjól til að geta keppt á jafnréttisgrundvelli? Sem dæmi þá eru flest hjól komin með skiptiljós sem staðabúnað, en ekki öll! Er þeim sem ekki eru með skiptiljós leyfilegt að setja slík á sín tæki eða flokkast það sem óleyfilegur aukabúnaður?

Kveðja,

Unnar Már
Unnar Már Magnússon
9.73@150 ZX-12R stock wheelbase N/A
9.37@150 CBR1000RR extended wheelbase N/A

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Reglugerð og skoðun.
« Reply #8 on: June 07, 2010, 16:58:14 »
Koma tímar og koma ráð,,,  BMWinum hefur verið gert að aftengja rafskiftinn í stokkinu úti. BMWinn er bara það fyrsta af sjálfsagt þeim öllum að koma með þennan búnað stokk.

 Jafnréttið er erfitt að tækla, allir fá sér viðlíka búnað og er í bmw hjóli, sem mætir svo kannski bara í eina keppni?
 
Þessir hlutir verða að fá að þróast með græjunum sem mæta, við verðum einnig að fylgjast með þróuninni úti, og hvernig tekið er á þessum málum þar.

 
 persónulega  vil ég frekar sjá fimm 92árgerð af hjólum að keppa en tvo bmw.


En svona af tilefninu þá er hér vídjó af einu Brocks módifæd BMW sem þeir segja að sé með stock mótor

http://www.youtube.com/watch?v=OxcBK0IuC0o

Offline Unnar Már Magnússon

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 148
    • View Profile
Re: Reglugerð og skoðun.
« Reply #9 on: June 07, 2010, 19:30:17 »
Koma tímar og koma ráð,,,  BMWinum hefur verið gert að aftengja rafskiftinn í stokkinu úti. BMWinn er bara það fyrsta af sjálfsagt þeim öllum að koma með þennan búnað stokk.

 Jafnréttið er erfitt að tækla, allir fá sér viðlíka búnað og er í bmw hjóli, sem mætir svo kannski bara í eina keppni?
 
Þessir hlutir verða að fá að þróast með græjunum sem mæta, við verðum einnig að fylgjast með þróuninni úti, og hvernig tekið er á þessum málum þar.

 
 persónulega  vil ég frekar sjá fimm 92árgerð af hjólum að keppa en tvo bmw.


En svona af tilefninu þá er hér vídjó af einu Brocks módifæd BMW sem þeir segja að sé með stock mótor

http://www.youtube.com/watch?v=OxcBK0IuC0o

Ja í útlandinu má bæði plan hedd og gráða inn ása og complete flækjur leyfðar svo að ekki er endalaust hægt að miða við þá.
Unnar Már Magnússon
9.73@150 ZX-12R stock wheelbase N/A
9.37@150 CBR1000RR extended wheelbase N/A

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Re: Reglugerð og skoðun.
« Reply #10 on: June 07, 2010, 20:38:55 »
Nei , en þá á ég við þessar þróanir og nýjungar í fjöldaframleiddum hjólum og viðbrögð við þeim.


Offline 67 Racing

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 3
    • View Profile
Re: Reglugerð og skoðun.
« Reply #11 on: June 11, 2010, 10:43:34 »

 Okkar afstaðar er skýr.

 Hjólin eiga að vera eins og þau koma frá framleiðanda. Powercommander (skiptir engu hvaða útgáfa og slipon leyft)

 Lækkanir eiga að vera bannaðar þar sem þær eru ekki ætlaðar til venjulegs götuakstur nema viðkomandi sé mjög lítill
 en þá er oftast komið linkur að aftan til að jafna út lækkun að framan.

 Loftsíur ........... skiptir engu máli þar sem hagnaðurinn er lítill sem enginn.

 Keðjubreytingar !!!!!!!!! Banna - ef hjól kemur með 530 keðju á það að sjálfsögðu að vera áfram 530 eða 525 ogsfv

 Ef þú mætir á dýru hjóli sem með fullt af búnaði sem ekki er í öðrum hjólum er engin ástæða fyrir því að banna það.
 Hjólið kemur svoleiðis frá framleiðanda og ætti því að vera leyft.

 Við setjum þó athugasemdir við spólvarnir en í nokkrum hjólum koma spólvarnir orginal sem ekki er hægt að slökkva á td Zx10r

Einnig sjáum við ekkert athugavert við það að leyfa minniháttar modderingar fyrir eldri hjól.

Okkar tillaga er að hjól eldri en 2004-2005 fái minor breytingar eins og skiptiljós, gear indicator, stýrisdempara ofl sem
ný hjól koma með orginal. Takmarka þarf þó hvað megi setja í þessi hjól

Offline Ravenwing

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 164
    • View Profile
Re: Reglugerð og skoðun.
« Reply #12 on: June 11, 2010, 22:12:18 »
Er ekki verið að flækja skoðunarferlið nokkuð með því að láta aldur ráða hvað má og má ekki gera?

Er ekki einfaldast að hafa stock street(engar breytingar leyfðar) og svo street modified(svipað og stock er í dag) og svo unlimited?
Allavegana uppá það að gera þetta "byrjenda" vænt...þeas að menn geti mætt á sýnum götuhjólum án þess að hafa það í kollinum að einhverjir bestu hjólamoddarar landsins eru búnir að vera að vinna í öðrum hjólum í þessum svokallaða "stock" hóp...


Halldór Kristófer


Never do anything you wouldn't want to explain to the Paramedics.

Offline Unnar Már Magnússon

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 148
    • View Profile
Re: Reglugerð og skoðun.
« Reply #13 on: June 12, 2010, 09:15:33 »
Er ekki verið að flækja skoðunarferlið nokkuð með því að láta aldur ráða hvað má og má ekki gera?

Er ekki einfaldast að hafa stock street(engar breytingar leyfðar) og svo street modified(svipað og stock er í dag) og svo unlimited?
Allavegana uppá það að gera þetta "byrjenda" vænt...þeas að menn geti mætt á sýnum götuhjólum án þess að hafa það í kollinum að einhverjir bestu hjólamoddarar landsins eru búnir að vera að vinna í öðrum hjólum í þessum svokallaða "stock" hóp...




'Eg er sammala thessu, enda var thad min tillaga thegar verid var ad semja thessa flokka seinast ad i stock flokki yrdu stock hjol.

Thad eru einnig til flokkar erlendis thar sem breytingar eru nanast otakmarkadar, nema ad prjongrindur og lengingar eru bannadar. Thad eru svokalladir timaflokkar. sem dæmi 9.90 og 10.90 flokkar. I theim er startad a jofnu og vinnur sa sem kemur fyrr i mark svo framarlega sem ad hann fer ekki undir tima flokksins. Med thvi ad stofna svoleidis flokka væri hægt ad keyra saman allt fra thvi ad hafa mikid breytt 600cc hjol yfir i stock 1400cc hjol.

Annars thurfa keppendur ekki ad ottast thær krofur sem eru settar i stock flokknum i dag. Thad eru ekki neinar storvægilegar breyting bunar ad eiga ser stad a thvi hjoli sem vann seinustu keppni. Fyrir utan PowerCommander (med utslattarrofa) og Slip-on kuta er buid ad lækka thad og stilla fjodrun, taka ur loftsiu og efri stacka. thetta tekur max 20 min. ad framkvæma fyrir einn adila.

Thar sem ad nuna hefur komid i ljos ad ekki er leyfilegt ad fjarlægja efri stacka og utslattarrofinn verid dæmdur sem aukahlutur verdur thvi sleppt i næstu keppni. Svo er andrumsloftid mjog afslappad og hafa allir keppendur getad leitad til min med spurningar um hvad hægt er ad gera til ad bæta tima sinn med breytingum a aksturslagi eda finstillingum a hjoli. Thessi smaatridi geta nefnilega lika komid ser vel uti a gotu vid almenna notkun. Ekki ma heldur gleyma thvi ad kvartmila snyst ekki bara um ad sigra andstædinginn, heldur einnig ad bæta tima fra fyrri keppnum. Thad ad bæta sinn besta tima gefur nefnilega ekki minni anægju en ad sigra keppnina, thvi tha veistu ad thu ert ad na framforum og um thad snyst thetta sport.

I stad thess ad kvarta og kveina yfir thvi ad adrir nai betri arangri væri nefnilega mun skemmtilegra ad fa hjalp til ad bæta sig sjalfar og hjolid og hækka adeins standardinn a milunni her heima.

Team One er nuna i vidrædum vid erlenda keppendur um ad koma hingad til lands til ad halda sma fyrirlestu og kennslu i spyrnu motorhjola fyrir tha sem hafa ahuga a thvi (opid ollum)
Unnar Már Magnússon
9.73@150 ZX-12R stock wheelbase N/A
9.37@150 CBR1000RR extended wheelbase N/A