Kvartmílan > Alls konar röfl
Íslandsmeistara stig?
Einar K. Möller:
--- Quote from: Lindemann on June 02, 2010, 22:30:29 ---ég skal ekki segja með þetta mál, en ég er búinn að vera að lesa nhra rulebook svona mér til fróðleiks og orðalagið er aðeins að vefjast fyrir mér.
Spurningin er sú, að þegar þeir tala um að bíll sé "disqualified", er hann þá búinn að tapa ferðinni eða dæmdur úr keppni?
það kemur kannski út á það sama hjá þeim úr því þeir keyra hreinan útslátt en ekki 2. sigra kerfi, svo þetta ruglar mann aðeins.
--- End quote ---
DQ þýðir að ferðin er ógild, nema annað sé sérstaklega tekið fram.
Dodge:
En orðið "Disqualified" þíðir nú bara einfaldlega dæmdur úr leik.
Einar K. Möller:
Það er reyndar alveg rétt hjá þér.
Ef þú færð DQ í qualify hjá NHRA og reyndar allsstaðar annarsstaðar minnir mig, þá er ferðin bara ónýt og þú getur þá reynt að bæta þér það upp með næstu QF ferð, ekki dæmdur úr leik semsagt.
Eðlilega ertu DQ hjá þeim ef þú ferð yfir línu í útslætti þar sem það er bara keyrð ein ferð.
Persónulega finndist mér að ef þetta gerðist hér í úrslitaspyrnum þá ætti ferðin að vera DQ sem þú gætir svo bætt þér upp. Er bara ekki viss hvort þetta sé svona eða ekki hérna.
Lindemann:
mig grunaði það að disqualified væri bara ónýt ferð þarna hjá þeim, þar sem annarsstaðar stóð "ejected from the event"
Gretar Franksson.:
Sælir, það er t.d. tekið dæmi í reglubókinni: þar segir ef báðir disqualifia í úrslitaferð,annar þjófstartar en hinn fer yfir miðlínu/hliðarlínu þá tapar sá sem fer yfir línu. Sá sem þjófstartaði (fékk rautt ljós) vinnur. Vegna þess við keyrum keppnir þar sem lágmark 2 ferðir þarf til að slá út andstæðing tel ég raunhæfara að þeir sem fara yfir miðlínu/hliðarlínu tapi ferðinni en sé ekki vísað úr keppni í viðkomandi flokk.
Hitt er svo annað mál hvort viðkomandi keppnistæki sem fer yfir línu sé óhæft til aksturs í keppni,(eða brautin of léleg fyrir viðkomandi) það er eitthvað sem þarf að hafa í föstu ferli almennt fyrir alla.
Ég reikna með að keppandi sem fer yfir línu sé ekki disqualifi vegna öryggissjónamiða heldur hitt að það getur truflað andstæðing verulega ef andstæðingurinn fer yfir línu.(Formula 1, ef skoðað í samhengi)
Gretar Franksson
Navigation
[0] Message Index
[*] Previous page
Go to full version