Já, ætli það sé ekki best að skýra málið aðeins þar sem ég er búinn að fá talsvert af fyrirspurnum. En staðan var sú að kostnaðurinn við síðunna var farinn að segja soldið til sín, þannig að ég sagði upp hjá þeim sem hýstu hana erlendis, en lénið á ég ennþá áfram, þó svo að nýja síðan muni hafa .is endingu. Ég er kominn með stóra viðbót af myndum frá hinum og þessum aðilum, og með mikilli hjálp frá góðum mönnum í að skanna (ber þar helst að nefna Anton og Björgvin Ólafss. ásamt fleirum góðum mönnum)
hef ég verið að vinna í frá því í Febrúar að flokka þær myndir enn betur niður í albúm. Það verða ýmsir nýjir fítusar, t.d. er loksins hægt að leita að bílum eftir heiti, árgerð, eða bílnúmeri, sé það til staðar, og oft verður eigendaferill einnig til staðar.
Ég get ekki svarað fyrir hvenær þetta verður endanlega komið í gang en það verður vonandi seinna í sumar eða í haust, mig minnir að öll myndamappan sem ég er að flokka núna innihaldi núna rúmlega 19.000 myndir.
Í leiðinni langar mig að nota tækifærið og óska eftir ljósmyndum að láni til þess að scanna og setja á nýja vefinn. Myndirnar sem ég óska eftir eru af Amerískum bílum sem teknar hafa verið hérlendis í gegn um árin og skiptir árgerð ekki máli. Sérstaklega væri gaman að fá myndir af þessum gömlu 2 dyra Amerísku bílum bílum sem komu hingað til lands um og eftir 1970. Einnig væri það algjört gull að komast í myndir af viðburðum frá því áður en Kvartmílubrautin var byggð, þ.e. spyrnum/samkomum sem fóru fram við Kúagerði, upp í Kollafirði eða við Geitháls.
Fyrir viðkomandi myndi ég scanna myndirnar, gæta þeirra afar vel og skila þeim aftur, eins fljótt og auðið er. Ég hef fengið mikið af myndum lánaðum og ávallt skilað þeim fljótt aftur og í því standi sem ég fékk þær. Ég myndi auk þess brenna þær myndir sem scannaðar hafa verið á CD disk fyrir viðkomandi aðila, sem vott um þakklæti.
Hægt er að ná í mig í síma 696-5717 eða senda mér email á
bilavefur@internet.is