Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Nýir flokkar til Íslandsmeistara 2010

<< < (4/10) > >>

Geir-H:
Hmm já okei, menn sem eru búnir að vera að stefna að því að keppa í MC/MS t.d hafa þá viku til að græja sér Drag radial barða til að keppa í þessum flokki, ég er kannski að rugla en þessi tímasetning er til háborinnar skammar, reglunefndinn hefði alveg getað samþykkt flokkana eins og þeir voru til að geta haldist við gömlu flokkana eins og menn hafa verið að stefna að, og haft þá eitt ár til að laga þá til fyrir næsta tímabil en ekki skella þessu á með viku fyrirvara. Ég tel að þetta sé fráhindrandi flokkakerfi en þeir gömlu, og hvað með bíla sem eru að fara hægar en 12.90 eiga þeir að fara að keppa í Bracket???

1965 Chevy II:
Þeir sem eiga ekki drag radial eiga flestir dot merkt dekk og geta því farið í TD flokk.Þetta getur ekki verið fráhrindandi þetta er mjög opið,þeir sem fara hægar en 12.90 geta farið í Bracket ef þeir vilja ekki fara í TD eða TS,í king of the street í fyrra voru 12 bílar í V8 flokk ! 12 bílar með allt að 5 sekúndu mun í ET og öllum fannst rosalega gaman því skildi það hafa verið?

Það er alveg sama hvað verður gert og hvenær það verður alltaf grátið það er á tæru. Þarna sameinast keppendur úr nokkrum flokkum í einn og það hlýtur að
vera skemmtilegra að hafa nokkra keppinauta heldur en að vera tveir í MC einn í SE og svo framvegis,þetta er til prufu í ár allavega gefið þessu séns en ekki dæma þetta ómögulegt fyrirfram.

Geir-H:
Frikki það er enginn að gráta hér bara verið að ræða málin það hlýtur að mega ræða hlutina án þess að einhver sé að grenja, en hvað með þá menn sem eru að reyna að ná og bæta Íslandsmet í sínum flokkum?? Og ég held að ég geti alveg sagt það að þó að það hafi kannski verið bara verið 2 keppendur í MC til dæmis þá hefur keppni alltaf verið spennandi þar og keppendur og áhorfendur hafa haft gaman af, ég er ekki búinn að dæma þetta neitt þetta er spennandi, mér finnst tímasetningin samt vera frekar vafasöm það er það eina sem ég er búinn að dæma.

4.DS-Heads up door slammers, flokkur 1/8 Pro Tree fyrir „door slammer“ bíla.Allar tjúnningar og breytingar leyfðar.

Verður þessi flokkur samt ekki til þess að það verður bara mestalagi 3 keppendur í OF??

1965 Chevy II:
Ég tók bara svona til orða :wink: Það er augljóslega ekki hægt að bæta Íslandsmet í flokki sem er ekki keyrður í ár,þegar MC verður keyrður næst verður vafalaust búið að taka til í reglunum þar og þar með núllast metin.

Ég veit ekki hvað margir fara úr OF í DS en "mögulegir" keppendur í OF eru:
Draggar:Aggi,Ingó,Stebbi,Maggi Bergs,Eddi K.  Stígur,Leifur og Grétar Frankss eru hrifnir af OF að ég best veit svo ég veit ekki hvort þeir fari í DS,

Í DS eru væntalegir keppendur sem ég man eftir eru Árni Kjartanss sem hefur mikið talað um heads up doorslammer flokk og er eigandi fljótasta doorslammer á klakanum eins og er,
Ari á 69 Camaro,Rúdólf á GTO,Stígur,Leifur og Grétar F. ef þeir  vilja.

Ingó:

Varðandi MC flokkinn þá er eftir sjá í honum en hann hefur verið dauður í nokkur ár. Þeir 2-4 bílar sem hafa verið að mæta undanfarin 2-4 ár eru í nokkrum sér flokki hvað MC bíla varðar. Allir þessir bílar geta auðveldlega farið í 11 sek á hvort heldur ET street eða DR. Ég vona að mennirnir sem eiga þessa bíla haldi áfram að mæta og alavega taki þátt með opnum hug. :)

Kv Ingó.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version