Kvartmílan > Alls konar röfl
Sandspyrna
ingvarp:
Ég áhvað fyrst ég á heima rétt hjá Hellu að kíkja útí gryfjur að athuga hvernig þetta væri. Þetta lýtur mun betur út en maður býst fyrst við, það er verið að vinna að því að fjarlægja beygjuna. Það er maður að vinna á jarðýtu núna og það gengur að mér skilst mjög vel.
Svo skoðaði ég aðeins hvernig brautirnar eiga að vera og þessi helgi verður án efa MJÖG skemmtileg!
Það er búið að snúa þessu öllusaman þannig að áhorfendapallarnir verða öfugum megin miðað við fyrri ár.
Lofar góðu :)
Lindemann:
--- Quote from: Dodge on May 18, 2010, 14:35:31 ---Ok takk fyrir svörin.
En þú talar um gryfju og stutta braut, er sumsé verið að tala um annað svæði en Hraun í Ölfusi þar sem við héldum keppnina í fyrra?
Og er þá sumsé búið að ákveða að halda keppnina fyrir minni flokkana allavega?
--- End quote ---
til að svara þér beint, þá á að halda þessa keppni í torfærugryfjunum á Hellu. Það komst einhverra hluta vegna á kreik orðrómur um að það ætti að vera sandspyrna við Hraun í Ölfusi, en það var aldrei planið. Svo þessi misskilningur er skiljanlegur :)
Dodge:
Ok takk..
Guðmundur Þór Jóhannsson:
Eftir nýjustu fregnir af brautinni þá hefur verið ákveðið að keyra alla flokkana, en engu að síður þá þurfa allir að vita af þessum aðstæðum sem að við erum búnir að vera að tala um
Það er doldið bratt þarna niður en það verður hægt að aðstoða við að komast upp aftur ef svo ber undir.
Einnig þá lýtur út fyrir að beini kaflinn á brautinni verði 220-230m sem gefur þá 130-140m í beinann bremsukafla eftir það þá sveigir brautin til hægri.
Það er verið að vinna í brautinni enþá þannig að þetta vonandi bætist jafnvel eitthvað meira fyrir keppnina en þið vitið af þessu allavega
kv
Guðmundur Þór
ps það er hægt að ná í mig í 8421903 ef þið viljið spurja mig að einhverju
Guðmundur Þór Jóhannsson:
Hér er svo mynd af svæðinu
það er startað þarna uppi og keyrt niður .. svo kemur bremsukaflinn og sveigjan til hægri eftir það
Fyrir alla aðra en dragstera og stóru bílana þá væri hægt að keyra upp úr gryfjunni eftir brautina en hinir myndu snúa við og keyra upp þeim meginn
Ég er að bíða eftir að heyra hvort það sé búið að minnka hallann á aðkomunni niður í gryfjuna og hvort það hafi eitthvað verið breikkað því sá slóði var bara í kringum 2,5m og mjög brattur þannig að það hefði verið erfitt að keyra þar upp á dragga t.d.
Það er hægt að skoða kortið af þessu á ja.is og gps hnit eru : 63° 49,903'N, 20° 19,847'W
Hér er svo mynd af þessu og það er startað þarna sem að línan byrjar að ofan
kv
Guðmundur Þór
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version