Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Stóra Duster leitinn!
Dodge:
--- Quote from: Capes on May 23, 2010, 14:57:21 ---En, svona til að notfæra sér þennan þráð, það voru tveir dusterar á Vatnsleysu, Fnjóskadal, hérna um sumarið 2002-3 minnir mig í eigu Benna blikk, veit einhver söguna bak við þá og hvað varð um þá?
--- End quote ---
Palli, ég renndi í gegnum það á BA spjallinu, þeir voru rifnir og skornir í drasl, ég fékk þá hjá honum, reif síðustu nothæfu stykkin úr og henti þeim.
Moli:
Þá eru það næstu tveir bílar. Hvaða bílar eru þetta, og hvar eru myndirnar teknar?
Myndirnar fékk ég frá Jóa á Sólheimum! 8-)
ADLER:
Þessi neðri er djöfull líkur Duster sem faðir minn átti.
Það hefur verið um 1980-85 ég man ekki alveg hvenar á þessu tímabil þetta var gæti jafnvel hafa verið eithvað fyrr.
Junk-Yardinn:
Bílarnir á myndinni hjá Mola eru bílarnir á Vatnsleysu í Fnjóskadal. Þessi blái sem er í bílskúrnum er bíllinn sem var á Ystafelli. Græni bíllinn X-2927 er bíll sem Friðgeir í AB skálanum á selfossi átti fyrir 1980. Það er sami bíllinn sem er á Ytri Reystará.
Moli:
Takk fyrir að koma þessu á hreint Jói! :wink:
Navigation
[0] Message Index
[*] Previous page
Go to full version