Kvartmílan > Alls konar röfl

Mazda rx8

<< < (4/4)

Lolli DSM:
Það eru 2 tegundir af kertum í þessum vélum, ein tegund í hvoru rótorhúsi. Annað endar á L (leading) og hitt á T (trailing) Ef kertin eru slöpp getur það valdið allskonar ógang en þú talaðir um að það væri búið að skipta um einhver kerti.

Það er heldur ekki hægt að þjöppumæla þessar vélar með hefðbundnum þjöppumælum heldur þarf einhvern spes mæli sem ég veit ekki til að sé til á íslandi. Allavega ekki hjá umboðinu. Þar sem ég vinn btw.

kjani84:
já ég vissi þetta með kertin ég setti glæný kerti í bílinn fyrir helgi og hann gekk en ekki vel :( og þegar ég tók þau úr voru þau svört og eins og það væri komin húð á þau.þú færð sennilega að sjá bílinn minn í vikunni eða næstu viku þar sem, ég ætla að koma með hann á vagni til ykkar og láta athuga tíman á honum og hvort að það sé rétt blanda sem hann er að fá.

Lödufurstinn:
Ég þjöppumældi wankelinn minn þegar hann missti út einn rótorinn, þannig að það eru nú alveg til þjöppumælar fyrir wankelinn, spurning bara hversu margir  :P

Gulag:
þetta hljómar nú eins og eitthvað rafmagnsproblem, að startarinn sé að taka of mikinn straum (frá kveikjukerfinu?) fyrst hann rýkur í gang þegar honum er ýtt,

getur prófað hreinlega að gefa honum start þegar þetta gerist næst, sjá hvort það breytir einhverju..(þó hann starti fínt á eigin geymi)

kjani84:
Ja ég er búinn að prófa þetta allt er búinn að prufa að gefa honum start og hann er eins. Ég er farinn að hallast af því að þetta sé bara eitthvað í blönduni. Ég er að fara með hann suður á mánudaginn þar sem hann fer í tölvulestur og villuprófun... Vona bara að það komi eitthvað útúr því annars er bara að rífa vélina úr og gera hana upp í rólegheitunum

Navigation

[0] Message Index

[*] Previous page

Go to full version