Author Topic: Laugardagurinn 17. apríl 2010  (Read 1371 times)

Offline emm1966

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 554
    • View Profile
    • Videó safnið
Laugardagurinn 17. apríl 2010
« on: April 15, 2010, 09:03:04 »
Þann 17. apríl munu Ford Mustang og Íslenski Mustang klúbburinn eiga afmæli, 46 ára og 10 ára, og mun af því tilefni verða haldin vegleg sýning á vegum Íslenska Mustang klúbbsins og Brimborgar í húsnæði Brimborgar að Bíldshöfða 6. Sýningin er frá kl. 10-16 og eru allir velkomnir. Tugir bíla verða sýndir, sumir hverjir bæði afar fágætir og miklir dýrgripir sem ekki hafa verið sýndir áður sérstaklega hér á landi.

Það var árið 1964, þann 17. apríl sem fyrsti Ford Mustang bíllinn var kynntur til sögunnar á Heimssýningunni í New York. Bíllinn vakti gríðarlega athygli og sló Ford Mustang strax öll sölumet en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir að bíllinn seldist í 100 þúsund eintökum fyrsta árið. Farið var fram úr þeirri áætlun á aðeins þremur mánuðum.

Seinna sama ár sást bíllinn svo í fyrsta skiptið í kvikmynd þegar James Bond kvikmyndin Goldfinger var frumsýnd. Síðan þá hefur Ford Mustang hlutverk, stór og lítil, í yfir 850 kvikmyndum sem vitað er um.

Yfir 800 bílar á Íslandi

Á Íslandi er góð flóra Ford Mustang bíla til og margar sjaldgæfar gerðir finnast hér á landinu enda eru yfir 800 Ford Mustang bílar til á landinu.
Á Íslandi má meðal annars finna afar fágæta dýrgripi eins og Ford Mustang 2008 Saleen Sterling Edition S302E en það er sérbreyttur bíll af fimmtu kynslóð sem skilar yfir 620 hestöflum. Einnig eru merkilegir eldri bílar á landinu eins og 1968 árgerð af Shelby GT350 og einnig er á landinu GT500 bíll ásamt Ford Mustang MACH bílum og mörgum fleirum fágætum gripum. Á uppboðum í Bandaríkjunum geta slíkir bílar selst fyrir háar upphæðir jafnvel og hafa nýlega sést tölur í kringum 150 þúsund dollara fyrir 1968 árgerðina af Shelby GT350 en það eru tæpar 19 milljónir íslenskra króna. Það má því vera ljóst að sumar gerðir Ford Mustang eru afar góð fjárfesting.

Íslenski Mustang klúbburinn var stofnaður á afmælisdegi Ford Mustang árið 2000 og er því tíu ára í ár. Klúbburinn er vettvangur fyrir alla Mustang áhugamenn, til að hittast, rabba saman og skiptast á skoðunum, sýna sig og sjá aðra og hafa almenna ánægju af því að njóta hinna margfrægu Ford Mustang bíla.

Afmælissýning Íslenska Mustang klúbbsins og Brimborgar fer fram á laugardag, 17. apríl kl. 10-16 og aðgangur er ókeypis.