Ég fékk Dunlop SP 5000 255/55/18 og þegar ég fékk þá var ég nú ekki gapandi af hrifningu, en rosalega eru þau fín
Ég er búinn með 2 ganga og verið að rúlla þeim tæp 80 þús og klárlega bestu dekk sem ég hef brúkað.
Núna er ég á Toyo Winter e-ð og þrátt fyrir gríðalegar yfirlýsingar hjá starfsmönnum bílabúðar Benna um endingu þá eru þau nánast allveg búinn eftir 41 þús, keypti þau 1 des.
Mjúk og fín og fínt grip, hefði samt mátt vera aðeins meira af vatnsraufum, og við skulum þó telja Toyo dekkjunum það til frádráttar að það er búið að vera svo gott sem snjólaust í allan vetur sem væntanlega eykur slit.
En hiklaust ef þú finnur Dunlop SP 5000 á skikkanlegu verði þá gó for it.
kv Aðalsteinn Már