Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Eru menn að láta skrá breytingu á vélarstærð hjá Umferðarstofu
Nonni:
Ég skipti um Chevy small block í bíl (setti aðeins stærri) og var að velta því hvort ég ætti að láta umferðarstofu skrá breytinguna eða hvort maður ætti bara að sleppa því. Eru menn almennt að gera þetta?
baldur:
Ég hef aldrei heyrt um að menn séu að gera þetta, ekki nema bara á einstaka breyttum jeppum þegar þeir eru breytingaskoðaðir.
Nonni:
Ég hélt nefnilega ekki, í den setti ég Volvo vél í Súkku og datt ekki í hug að láta nokkurn vita....og engum datt í hug að gera athugasemd við það. En er hætta á að maður lendi í einhverju veseni með þá ef maður fer á stúfana og lætur skrá breytinguna (þetta er jú alveg eins blokk)?
Dodge:
Það ekkert víst að þú getir það einisinni, þetta lið er svo heiladautt þegar kemur að einhverjum breytingum eða einhverju öðru en rútín vinnu...
Gummari:
ég myndi athuga þetta hjá umferðastofu eða tala við Hafstein hjá frumherja það er held ég lítið mál að breyta svona á gömlum bílum og örugglega betra að hafa þetta rétt uppá tryggingar og annað. það var mér sagt allavega þegar ég ræddi við gamlann skólafélaga sem er skoðunarmaður.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version