Mér skilst að ferill hans sé þá þessi... og endilega leiðrétta ef rangt er farið með mál!
Fátt annað leiðinlegra en að tala með rassgatinu!
Sigurður Jakobsson á hann þegar hann er blár í kring um 1975, (líklegast er hann í eigu Bíla Bergs á undan því??) Allavega setur Siggi í hann 440cid og 727 auto og selur hann fljótlega upp úr því. Líklegast tjónast hann þá á milli 1975-1981, en um 1981 á víst maður að nafni Valgeir Þórisson hann (átti víst einnig Hvíta Stormsveipinn) Valgeir og bróðir hans áttu bílinn til um 1988-90 þegar maður að nafni Sigurður Rafn kaupir hann bílinn og fer með hann í skúr í Trönuhraun í Hafnarfirði.
Herbert (hebbi) vinur hans, eignast græna RT/SE bílinn (mynd að ofan) úr Eyjum og rífur hann. Hebbi kaupir svo bílinn af Sigurði og sameinar hann RT/SE bílnum úr Eyjum, og notar skráninguna af Eyjabílnum sem var original 383cid Magnum. Færði allt á milli úr þeim bíl í þann bláa (mynd að ofan), þar á meðal allar VIN# plötur. Eftir sameininguna eignast Þorleifur Kjartansson bílinn, þegar hér er komið við sögu er hann orðinn gylltur.
Þorleifur selur síðan Örvari Birgissyni bílinn áður enn hann (Þorleifur) flytur til USA. Örvar lætur Kalla Málara, mála bílinn Grænan og fær Val Vífils til að tjúna vélina eitthvað fyrir sig. Örvar selur síðan Eyfa (bón) bílinn í skiptum fyrir Toyota Hilux, Eyfi átti bílinn stutt og selur hann Ragnari Guðmundssyni sem fékk svo Sigurjón Andersen til að skipta um vél fyrir sig. Seinna eignast Guðmundur Magnússon hann og selur Hauki Sveinssyni hann sem lét mála hluta af honum aftur og tók hann víst eitthvað í gegn 2002-2003. Haukur keppti á honum í MC flokki 2000-2002 og selur svo Ingvari Engilbertssyni 2004 sem á hann enn þann dag í dag.