Author Topic: Ykkar álit..  (Read 3036 times)

Offline stebbsi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 283
    • View Profile
Ykkar álit..
« on: March 17, 2010, 18:29:05 »

Sælir

Nú er ég, eins og margir aðrir, búinn að vera fastur í erlendu bílaláni frá hruninu góða og skuldað margfalt meira ein virði bílsins. En núna stenst til boða að annar aðili taki yfir uþb. virði bílsins og að ég semji um restina við lánafyrirtækið. Ég og mínir erum búin að velta okkur mikið uppúr því hvað best er að gera í þessari stöðu, þá aðallega að hvort að það verði eitthvað dæmt og í framtíðinni verði lækkað lánin eða hvort maður ætti bara að segja sig sáttann við tapið og halda bara áfram og byrja uppá nýtt þegar þessu er lokið.
Hafið þið einhverjar skoðanir á þessu eða er þetta eitthvað sem að er ekki til rétt leið að fara að?
Stefán Ingi Ingvason

1969 Dodge Dart GT

Offline ingvarp

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 633
  • There's no tomorrow!
    • View Profile
    • Flickr
Re: Ykkar álit..
« Reply #1 on: March 17, 2010, 18:57:29 »
ég var nú að heyra það í dag að það væri búið að stöðva sölu á öllu sem er með áhvílandi erlendu láni útaf þessum dóm. Ég myndi persónulega bíða aðeins með þetta þar til dómurinn fer í gegnum hæstarétt, en ég er ekki menntaður viðskiptafræðingur svo þeir sem vita meira mega endilega leiðrétta mig  :)
Ingvar Pétur Þorsteinsson

www.flickr.com/photos/ingvarp

UNDERSTEER is when you hit the wall forwards.
OVERSTEER is when you hit the wall backwards.
HORSEPOWER is how fast you hit the wall.
TORQUE is how far the wall moves after you hit it.

Offline stebbsi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 283
    • View Profile
Re: Ykkar álit..
« Reply #2 on: March 17, 2010, 19:04:21 »
ég var nú að heyra það í dag að það væri búið að stöðva sölu á öllu sem er með áhvílandi erlendu láni útaf þessum dóm. Ég myndi persónulega bíða aðeins með þetta þar til dómurinn fer í gegnum hæstarétt, en ég er ekki menntaður viðskiptafræðingur svo þeir sem vita meira mega endilega leiðrétta mig  :)

já ókei. en þú skilur stöðuna sem ég er í.. einhver vill kaupa en ég veit ekki hvort það sé sniðugt..
Stefán Ingi Ingvason

1969 Dodge Dart GT

Offline jeepson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 389
    • View Profile
Re: Ykkar álit..
« Reply #3 on: March 26, 2010, 01:14:48 »
Ég er sammála ingó. Bíddu aðeins. Ég er sjálfur með bíl sem stendur ekki udnir láninu og bíð einmitt spentur. Mér skyldist að það ætti að reyna að keyra það í gegn að þessi lán yrðu lækkuð talsvert. Sel það ekki dýrara en ég keypti það. Þið sem vitið betur endilega leiðréttið þetta ef að ég r að fara með einhverja vitleysu. En ég vona nú að þetta verði samt eitthvað sem mun gerast.
Gisli gisla

Offline íbbiM

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.851
    • View Profile
Re: Ykkar álit..
« Reply #4 on: April 05, 2010, 18:49:14 »
þessi leiðrétting hljómar upp á að þér sé boðið að breyta bílaláninu yfir í íslenskt lán á háujm vöxtum, sem á að covera 110% afáætluðu markaðsvirði bílsins,

líklegast bjóða þeir þér svo að lengja aðeins lánstíman m.v aldur bílsins, þannig að þú vrður að borga þeim heilan helling á mánuði þangað til bíllinn verður úr sér genginn og elliær,

hefði gaman af því að sjá þessi markaðsvirði, þegar ég neyddist til að skila lyklum, þá var markaðs virðið þeirra svona 3svar sinnum lægra en eðlilegt gat talist,
nú keyra þeir eflaust upp þessi áætluðu markaðsvirði sín, svona fyrst það er þeim í hag,


hvað um þá sem eru búnir að missa bílana sína, og sitja uppi með ennþá hærri skuld heldur en áður en bíllinn var tekinn, fá þeir einhverja leiðréttingu?
ívar markússon
www.camaro.is

Offline Big Al

  • In the pit
  • **
  • Posts: 74
    • View Profile
Re: Ykkar álit..
« Reply #5 on: April 05, 2010, 19:12:39 »
Þettað með 110 prósent regluna er allgjör þvæla.
Það er nú þannig að þettað er gróf mismunun á þeim sem tóku 100% lán og þeim sem borguðu duglega út í sínum mynkörfum.
Síðan er það annar kapituli með þá sem eru jafnvel búnir að vera með lánin sín í frystingu nánast frá hruni, eiga þeir líka að fá 110%
Þegar ég sá Árna Pál og Sigmar í Kastljósinu um daginn fannst mér þeir báðir komast mjög illa frá þessu, Sigmar sem spyrill og hinn sem Ráðherra.
Þar var ekkert spegulerað í þessu sem kannski borguðu allt að helming út, þá er þettað klár eignaupptaka.
Ég vill að þessi dómur sem féll í héraði um það að myntkörfur séu ölöglegar fari sem allra fyrst fyrir hæstarétt og það komi endaleg niðurstaða í þettað.
Ég kannast við marga sem hafa komið að alþjóðlegum viðskiptum og allir sem einn eru á því að þettað megi ekki.
Og maður finnur allveg sterkan fnyk af því að þessar æðislegu ráðstafanir ríksvaldsins séu jú á þann veg að vernda enn og aftur fjármagnseigendur.
Vegna þess að ríkisvaldi veit að þessi dómur verði staðfestur í hæstarétt.
En gaman verður að sjá hvernig uppgjörsverðin verða og hvernig þau sveiflast eins og Ibbi benti á, þettað verður allgjör sirkus

kv Aðalsteinn Már
Mercedes Benz E 250 CDI 2012
Mercedes Bens R 320 CDI 2006
Jeep Wrangler 1994

Aðalsteinn Már Klemenzson